STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

sunnudagur, janúar 21, 2007

Sammála....

Já ágætu lesendur.... ég er sammála íslensku þjóðinni þegar ég segi að ég hefði ekki viljað sjá úrslitin fara öðruvísi í Söngvakeppni Sjónvarpsins nú í kvöld. Reyndar fannst mér "strengjasveitalagið" sem Heiða söng (eða var það ekki annars hún) bara nokkuð töff. Mjög flott að sjá og heyra strengjasveit á sviðinu og ekki tölvu búmm tiss búmm tiss trommuslátt eða lélegar eftirlíkingar af Stradivarius fiðlu úr Roland ABCD 1234 eða hvað þau nú heita þessi "hljómborð" sem prangað er inn á okkur vesælu tónlistarmennina. Mér finnst lagið sem Matti, Pétur og Einar sungu og spiluðu áberandi best og er eins og áður sagði, ánægður með þetta allt saman.
Hvað fannst þér?

Palli.