Smá bíltúr....
Gott kvöld (þegar þetta er skrifað allavega).
Ég var að koma heim áðan úr 5 daga ferðalagi. Ég ferðaðist fyrsta daginn (á sunnudaginn var) í 6,5 klst með lestum frá Sønderborg til Frederikshavn á norður Jótlandi. Þaðan með flutningabíl (lastbil á dönsku) til Hirsthals sem er álíka norðarlega á Jótlandi og Fr.havn, þaðan með skipi í 6 klukkustundir upp Skagerrak til Larvik í Noregi. Þaðan var ekið til Brumunddal sem er austarlega....og sunnarlega..... allavega í Noregi. Þar var gist fyrstu nóttina. Bíllinn aflestaður (hér eftir "losaður") að mestu leiti þarna og svo ekið niður í Oslo. Þar var svo gist aðra nóttina. Þriðja daginn var ekið til Drammen þar sem bíllinn var lestaður (hér eftir "lestaður" :)) með allskonar dóti. Þar næst var ekið dálítið upp fyrir Hamar sem er dálítið neðan við Lillehammer, þar sem Ólympíuleikarnir voru haldnir dálítið lengi. Bíllinn lestaður meira þar og svo ekið áfram til Tråndheim sem er nú bara töluvert MIKIÐ norðan við Lillehammer. Bíllinn losaður þar að einhverju leiti og svo að öllu leiti daginn eftir. En þarna uppfrá var gist líka. Fjórða daginn var bíllinn sem sagt losaður að fullu og svo lestaður um kvöldið. Svo var ekið frá Tråndheim um 750 kílómetra leið til Götenborg í Svíðþjóð. Þaðan var siglt með ferju til Frederikshavn sem er þriggja tíma sigling.... rúmlega. Ekið frá Fr.havn til Vangen þar sem höfuðstöðvar www.fiskelogistik.dk eru en þar var bíllinn fylltur af olíu..... olíutankurinn sko. Eftir um klukktíma stopp og smá viðræður við eigendur og stjórnendur fyrirtækisins var haldið áleiðis rúmlega 300 kílómetra leið til Padbor sem er landamæraborg Danmerkur og Þýskalands. Þangað var Helga komin til að sækja mig og er ég því kominn heim aftur.... í bili.
Svona var vikan hjá mér í grófum dráttum.
En hjá þér?
Kveðja,
Palli.
Ég var að koma heim áðan úr 5 daga ferðalagi. Ég ferðaðist fyrsta daginn (á sunnudaginn var) í 6,5 klst með lestum frá Sønderborg til Frederikshavn á norður Jótlandi. Þaðan með flutningabíl (lastbil á dönsku) til Hirsthals sem er álíka norðarlega á Jótlandi og Fr.havn, þaðan með skipi í 6 klukkustundir upp Skagerrak til Larvik í Noregi. Þaðan var ekið til Brumunddal sem er austarlega....og sunnarlega..... allavega í Noregi. Þar var gist fyrstu nóttina. Bíllinn aflestaður (hér eftir "losaður") að mestu leiti þarna og svo ekið niður í Oslo. Þar var svo gist aðra nóttina. Þriðja daginn var ekið til Drammen þar sem bíllinn var lestaður (hér eftir "lestaður" :)) með allskonar dóti. Þar næst var ekið dálítið upp fyrir Hamar sem er dálítið neðan við Lillehammer, þar sem Ólympíuleikarnir voru haldnir dálítið lengi. Bíllinn lestaður meira þar og svo ekið áfram til Tråndheim sem er nú bara töluvert MIKIÐ norðan við Lillehammer. Bíllinn losaður þar að einhverju leiti og svo að öllu leiti daginn eftir. En þarna uppfrá var gist líka. Fjórða daginn var bíllinn sem sagt losaður að fullu og svo lestaður um kvöldið. Svo var ekið frá Tråndheim um 750 kílómetra leið til Götenborg í Svíðþjóð. Þaðan var siglt með ferju til Frederikshavn sem er þriggja tíma sigling.... rúmlega. Ekið frá Fr.havn til Vangen þar sem höfuðstöðvar www.fiskelogistik.dk eru en þar var bíllinn fylltur af olíu..... olíutankurinn sko. Eftir um klukktíma stopp og smá viðræður við eigendur og stjórnendur fyrirtækisins var haldið áleiðis rúmlega 300 kílómetra leið til Padbor sem er landamæraborg Danmerkur og Þýskalands. Þangað var Helga komin til að sækja mig og er ég því kominn heim aftur.... í bili.
Svona var vikan hjá mér í grófum dráttum.
En hjá þér?
Kveðja,
Palli.
<< Home