STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

sunnudagur, janúar 28, 2007

Góður dagur maður!

Við áttum alveg frábæran dag í gær.
Hann byrjaði bjartur og fagur þar sem sólin skein sem aldrei fyrr. Við Eyþór skelltum okkur á flóamarkaði (tvo) þar sem kenndi margra grasa. Við keyptum safapressuvél, járn til að slökkva á kertum, skeiðar og svona grænmetis járn - svona til að saxa niður krydd, lauk eða eitthvað svoleiðs. En það var sko fullllllltttt af hlutum sem mig langaði í. T.d. 12 manna matar- og kaffistell með hinum ýmsu fylgihlutum s.s. alls konar köku/matardiskum og súputarínu. Málið var bara að það vantaði alla kaffibollana í það. Ég spurði ekki einu sinni hvað það átti að kosta!

Þegar við komum svo heim, var Palli búinn að gera hina strákana tilbúna til að fara út á skauta. Eva hafði hringt um morguninn og boðið okkur með sér á skauta en það er útiskautasvell hér niður við sjóinn. Það var ferlega gaman og ég er alveg hissa á að við hefðum ekki verið búin að fara þangað fyrr, sérstaklega þar sem það kostaði ekkert annað en leiga á skautum. Hrund kom líka með eina af sínum stelpum og tvær auka stelpur. Á eftir fór öll hersingin heim til Hrundar í kaffi.

Palli fór í morgun með lest til Frederikshavn til að fara sem farþegi til Noregs því hann á eftir að fara svona ferðir þegar hann byrjar að vinna.

Það var mikil Eurovisionveisla fyrir auga og eyru hér um helgina. Á föstudagskvöld var fyrra undanúrslitakvöld af tveimur hér í Danmörku. Af 8 lögum fannst mér bara 2 sæmileg. Það er hægt að horfa á keppnina inni á www.dr.dk. Í gær var svo íslenska keppnin. Mér fannst áberandi hvað lögin í gær voru betri en lögin í síðustu viku. Skrítið. Mitt uppáhaldslag var lagið sem Hera söng. Ekkert smá fallegt lag.

Læt þetta duga í bili. Er svo búin að setja inn myndir.