STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

fimmtudagur, janúar 25, 2007

Hinrik er stríðinn

Já, ekki veit ég hvaðan Hinrik Elvar hefur stíðnina... eða jú, þetta er lýgi, ég veit alveg hvaðan hann hefur hana og ekki er hún í anda Víðdælinga!

Hann hefur unun af því að stríða Marek, enda verður að segja að hann fær yfirleitt góð viðbrögð við því. Nú í kvöld, þegar við sátum við matarborðið, var Marek að telja upphátt. Hann ætlaði að telja upp í óteljandi - sennilega til að athuga hvaða tala það er! Hann var kominn upp í "fjögurhundruð-og-þrjátíu-og sjö"... og svo framvegis þegar Hinrik byrjaði að telja líka, með augun alveg fast skorðuð á Marek til að kanna viðbrögðin. Og ekki var hann búinn að telja lengi "fjögurhundruð þrjátíu og fjögur, fjögurhundruð þrjátíu og tuttugu, fjögurhundruð þrjátíu og þrjátíu..." þegar Marek öskraði "Ohhhh... nú ruglaðist ég!!!"
Þá glotti Hinrik!

Við Palli áttum svo bágt með okkur að tryllast ekki úr hlátri yfir þessu öllu - þ.e. yfir því hvernig Hinrik lét - ekki yfir því að það var verið að stríða Marek.

Þetta endaði með því að Marek fann sjálfsagt óendanleikann, hann taldi upp í 500 í huganum og svo var ekki minnst á tölur eftir það.