STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Hitt og þetta

Ég er búin að setja inn fleiri myndir teknar nú í febrúar. Held reyndar að þær séu flestar ef ekki allar teknar á geðveikt flotta símann minn og margar þeirra eru af drengjunum sofandi eða að reyna að sofa í hinum ýmsu aðstæðum. En það er bara skemmtilegt!

Ég var í fríi í dag. Það er ekkert eins gott eftir haust/vetrar/jólafrí en frí í skólanum. Það ætti að banna fulla vinnu/skólaviku eftir gott frí! (Hvernig ættu kennarar þá að vinna með alla sína frídaga - svona í ljósi umræðanna á Íslandi þessa dagana). En ég gerði svo sem ekki mjög margt merkilegt í dag. Lærði aðeins, setti í þvottavél og tók aðeins til. Það voru nú öll ósköpin!

Mikið lifandi, lifandi, agaleg ósköp sem ég er fegin að vera ekki starfandi grunnskólakennari á Íslandi í dag! Það myndi ganga af mér dauðri bókstaflega! Ég ætla ALDREI að vinna í grunnskóla! Aldrei. Og ekki reyna að segja eitthvað "það á aldrei að segja aldrei því....." í þessu tilfelli segi ég staðföst ALDREI. Ja... ekki nema samningar yrðu straujaðir (svona eins og þegar maður straujar tölvur) og byggðir upp á nýtt... þá gæti ég skoðað það. En ætla samt aldrei að kenna í grunnskóla sem er bara djöfull slæmt fyrir þá því ég yrði eflaust dúndur kennari. Og hananú! Og þetta allt saman er útaf VÆLI Í ÖÐRUM EN GRUNNSKÓLAKENNURUM sem ég segi þetta. Og miklu virðingarleysi sem þetta starf hefur og ég endurtek; þetta er STARF, vinna skilurðu, ekki hugsjón. Nei, ég ætla að nota mitt háskólapróf í eitthvað annað.

Talandi um Eurovision... er ekki Eiki bara hress. Hann er málið, er það ekki? Nú tökum við þetta. Við, skilurðu. 10 maí. Koma svo Eiríkur!
Ég er búin að heyra írska lagið og Eiki tekur það sko í nefið. Það hljómar ágætlega... þar til söngkonan byrjar að syngja. Æi, nei.