STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Rauðvínssöturklúbburinn


Við Solla skruppum í konuferð til Akureyrar - og ákváðum á heimleiðinni að reyna að fara í eina konuferð saman á hverju ári. Við vorum hjá Elínu og Siggu og þær buðu Gullu og Siggu Hreins í heimsókn svo þá var ástæða til að draga upp rauðvínsflösku(r). Þetta var alveg ágætt, ósköp rólegt svona, heimsmálin rædd - NOT. Ég held ég hafi ekki hlegið eins mikið - í eins langan tíma í einu - síðan long tæm.
Frábært kvöld. Takk stelpur, Solla, Elín, Sigga, Sigga og Gulla!
Svo náði ég að fara í heimsókn í leikskólann Kiðagil sem var frábært. Komst líka í 4 heimsóknir, í hádegismat með rauðvínsstelpunum og í Bónus! Ansi vel af sér vikið verð ég bara að segja!