Update:
Já, líkamsræktarstöðin er opnuð, ja, eða allavega að hluta. Á sunnudaginn var "klæðalaus dagur" og var mætingin ágæt. Ég komst ekki vegna óviðráðanlegra orsaka. Reyndar komst engin kona í tímann... sjálfsagt vegna óviðráðanlegra orsaka. En það hafa um 100 manns skráð sig í sunnudagstímana, þar af tæplega 10 konur. Ég er ekki þar á meðal. Ég verð upptekin við annað!
Meira um þetta - og mynd:
Berrassaðir í líkamsrækt
Við fórum með karlhamsturinn í gæludýrabúðina í dag. Þar með fækkaði um einn í þessari stórfjölskyldu. Mig grunar samt að kellan sé ólétt aftur - vona ekki, en ef svo þá verður það þá í síðasta sinn. Við förum svo með ungana í búðina eftir 3 vikur. Kellan er búin að flytja þá upp á efri hæðina (þið vitið hvað ég meina ef þið skoðið myndirnar) þannig að það er mjög auðvelt að fylgjast með þeim. Strákunum finnst það nú ekki leiðinlegt.
Ég keypti frábæra bók í gær. Ég er svo hrifin af ljósmyndabókum, sérstaklega þeim sem sýna myndir af fólki og fann þessa bók, alveg óvænt í Kvikly.
Þetta er ferlega flott bók um hirðingja, með fullt af ljósmyndum og textinn er aðalega tilvitnanir í hirðingjana. Það besta er að hún kostaði BARA 20 DK.
Frábært!
Nóg í bili.
Meira um þetta - og mynd:
Berrassaðir í líkamsrækt
Við fórum með karlhamsturinn í gæludýrabúðina í dag. Þar með fækkaði um einn í þessari stórfjölskyldu. Mig grunar samt að kellan sé ólétt aftur - vona ekki, en ef svo þá verður það þá í síðasta sinn. Við förum svo með ungana í búðina eftir 3 vikur. Kellan er búin að flytja þá upp á efri hæðina (þið vitið hvað ég meina ef þið skoðið myndirnar) þannig að það er mjög auðvelt að fylgjast með þeim. Strákunum finnst það nú ekki leiðinlegt.
Ég keypti frábæra bók í gær. Ég er svo hrifin af ljósmyndabókum, sérstaklega þeim sem sýna myndir af fólki og fann þessa bók, alveg óvænt í Kvikly.
Þetta er ferlega flott bók um hirðingja, með fullt af ljósmyndum og textinn er aðalega tilvitnanir í hirðingjana. Það besta er að hún kostaði BARA 20 DK.
Frábært!
Nóg í bili.
<< Home