Fjölgun í fjölskyldunni
Já, það flölgaði heldur betur í gærkveldi. Ég sem hafði verið með fingur, hendur og fætur krossaða um nokkurra daga skeið en allt kom fyrir ekki. Hamstrarnir eignuðust a.m.k. 4 unga í gærkveldi. Ég kíkti aðeins inn til þeirra áður en ég fór að sofa, svona til að athuga matarforðann og svoleiðis og sé þá að kerlingin er inni í nýja húsinu sem við Hinrik keyptum um daginn handa þeim. Ég sé að hún er að vesenast eitthvað og er með eitthvað sem líktist leðurpjötlu! "Hvar í andskotanum hefur hún náð í þetta" hugsaði ég og grunaði ekkert. Mér brá líka heldur betur þegar ég sá að leðurpjatlan hafði fætur og hreyfðist! Æi, greyjin. Kellingin kom aðeins út úr húsinu og dró þá óvart með sér tvo unga út. Ég stökk til og fann myndavélina en náði ekki góðri mynd af þeim. Æi, þeir eru nú hálf sætir greyjin. Þeir eru á stærð við fremstu kjúku litlafingurs - já eða kannski minni. Þegar kellingin sá að þeir lágu þarna fyrir utan rauk hún til og tók þá í fangið - svona milli framlappanna - hvorn fyrir sig og bakkaði inn í húsið.
Í morgun þegar strákarnir vöknuðu og fóru að skoða krílin kom kellingin út úr húsinu en kallinn hugsaði um ungana á meðan. Við urðum að lokka hann út líka svo við sæjum eitthvað inn.
Nú verð ég bara að fara niður í gæludýrabúð og athuga hvort þeir vilji taka við hamstraungum - eftir nokkrar vikur - og það verður að gerast áður en þeir fara að fjölga sér!
Í morgun þegar strákarnir vöknuðu og fóru að skoða krílin kom kellingin út úr húsinu en kallinn hugsaði um ungana á meðan. Við urðum að lokka hann út líka svo við sæjum eitthvað inn.
Nú verð ég bara að fara niður í gæludýrabúð og athuga hvort þeir vilji taka við hamstraungum - eftir nokkrar vikur - og það verður að gerast áður en þeir fara að fjölga sér!
<< Home