STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

laugardagur, mars 03, 2007

Góður laugardagur

Eyþór fékk þessa líka brilljant hugmynd að við færum öll út í fótbolta. Það er leiksvæði hinumegin við götuna og þar eru tvö fótboltamörk líka. Liðaskiptingin var þannig að Palli og Hinrik voru saman í liði og ég og Eyþór vorum saman í liði. Nú, hvað gerði Marek þá? Jú, hann var íþróttafréttamaðurinn! Á eftir fórum við Eyþór í bakarí og keyptum kleinuhringi fyrir kaffið. Namm.

Ég er að vinna í því - í þessum pikkuðu orðum - að setja myndir inn á netið. Líka af hamstrakvikindunum sem gegna nöfnunum Kerlinginn og Karlinn! Frumlegt!
Það verða líka þarna myndir frá öskudeginum, í marsmyndaalbúminu, ég veit að öskudagurinn var ekkert í mars en myndirnar eru samt þarna.

Annars er bara allt ljómandi fínt að frétta héðan. Við fáum gesti næsta fimmtudag, þar sem Bobba og Birgir Tómas koma og verða í ca 5 daga. Það verður sko ekki leiðinlegt.

Ég fór á flóamarkað, sá fullt af fallegum hlutum aðalega gömlum veggklukkum, gömlum harmonikkum, hlutum í smáhlutahillu, málverk og jú, líka kaffistell! En það sem mig langaði til að kaupa var of dýrt svo ég sleppti því. Maður verður að vera staðfastur! En kannski kíki ég aftur á morgun...