Loksins blogg
Jahérnahér, komið meira en vika síðan síðasta blogg! Og það hefur nú ýmislegt gerst á þessari viku get ég sagt ykkur:
Bobba og Birgir Tómas komu í heimsókn.
Mikill bjór og léttvín var drukkið.
Ég fór tvisvar til útlanda.
Við fórum öll 7 í keilu.
Vorið kom.
Marek missti fyrstu tönnina.
Tannálfurinn kom.
Hamstraungarnir urðu viku eldri.
Þetta er nú ekkert lítið á einni viku! Það er ekki eins og maður lifi litlausu lífi. Ekki aldeilis. Og því til sönnunar eru komnar inn myndir undir heitinu vormyndir. Ég á reyndar eftir að setja inn myndir af því þegar við fórum í keilu. Það eru líka nýjar myndir af hamstrakellunni.
Það var nú bara 18° hiti hérna á mánudaginn og þriðjudaginn. Bobba og Birgir voru svo heppin að fá aðeins nasaþef af góða veðrinu, en þau fóru með lestinni til Köben á mánudag. Ég fór með Hrund til Þýskalands í gær og gekk um miðbæ Flensborgar á þunnri skyrtu. Þá fannst mér ég svo sannalega vera í útlöndum! Oh, það er svo gott að búa í útlöndum!
Marek fékk þá frábæru hugmynd að við myndum kaupa okkur bíl eins og amma og afi eiga "hann er sko nefnilega sjöfaldur í sætum"! Þá getum við sko öll farið í keilu á sama bílnum en ekki farið tvær ferðir eins og um helgina, þegar það eru gestir hjá okkur.
Hef þetta bara stutt í dag.
Bobba og Birgir Tómas komu í heimsókn.
Mikill bjór og léttvín var drukkið.
Ég fór tvisvar til útlanda.
Við fórum öll 7 í keilu.
Vorið kom.
Marek missti fyrstu tönnina.
Tannálfurinn kom.
Hamstraungarnir urðu viku eldri.
Þetta er nú ekkert lítið á einni viku! Það er ekki eins og maður lifi litlausu lífi. Ekki aldeilis. Og því til sönnunar eru komnar inn myndir undir heitinu vormyndir. Ég á reyndar eftir að setja inn myndir af því þegar við fórum í keilu. Það eru líka nýjar myndir af hamstrakellunni.
Það var nú bara 18° hiti hérna á mánudaginn og þriðjudaginn. Bobba og Birgir voru svo heppin að fá aðeins nasaþef af góða veðrinu, en þau fóru með lestinni til Köben á mánudag. Ég fór með Hrund til Þýskalands í gær og gekk um miðbæ Flensborgar á þunnri skyrtu. Þá fannst mér ég svo sannalega vera í útlöndum! Oh, það er svo gott að búa í útlöndum!
Marek fékk þá frábæru hugmynd að við myndum kaupa okkur bíl eins og amma og afi eiga "hann er sko nefnilega sjöfaldur í sætum"! Þá getum við sko öll farið í keilu á sama bílnum en ekki farið tvær ferðir eins og um helgina, þegar það eru gestir hjá okkur.
Hef þetta bara stutt í dag.
<< Home