STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

þriðjudagur, mars 20, 2007

Marek á afmæli

Þessi ofurhetja varð 7 ára í dag! Hann er loksins búinn að missa tönn og nýja fullorðinstönnin er komin upp eins og sést "glögglega" á þessari mynd. Við héltum smá kaffiveislu hér heima - eiginlega bara ég og strákarnir, en svo verður strákunum í bekknum hans boðið í almennilega veislu á laugardaginn.

Danir nota fánann sinn mjög, og þá meina ég MJÖG, mikið í kringum afmæli. Ef það er flaggstöng fyrir utan þá er fánanum flaggað annars - eða jafnvel líka - er litlum fánum stungið niður fyrir utan dyrnar, jafnvel alveg meðfram stígnum að útidyrum. Inni er borð og annað skreitt með fánum í öllum stærðum (ekki gerðum). Mér finnst þetta flottur siður og ég segi enn og aftur - nema þetta sé í fyrsta sinn - að mér finnst að Íslendingar ættu að nota þjóðfánann oftar.

Annars verð ég bara að segja ykkur frá því að það að búa hér er bara rétt eins og að búa í Víðidalnum. Það var búið að slá garðinn þegar ég kom heim úr skólanum í dag. Graslyktin var allt um kring - alveg yndisleg - og sólin skein. Það var reyndar ekkert sérstaklega hlýtt en allavega rúmlega 10 gráður, held ég.

Hamstraunginn - strokufanginn - slapp aftur út í gær og ég komst að því hvernig hann fór að þessu. Hann gat nefnilega galdrað. Nei, nei ekki í alvörunni. Hamstrarnir hafa steinefnisstein hjá sér sem er festur í rimlana á búrinu og þegar Eyþór setti hann síðast þá glennti hann rimlana of mikið í sundur til að koma steininum fyrir, og minnsti hamsturinn bara laumaði sér út! Ekki mjög flókið. En hann fannst fljótlega eftir að hann slapp, rétt við borðið.

En annars er bara gott að frétta af okkur.
Posted by Picasa