STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

laugardagur, mars 24, 2007

Umhverfið......

Já. Hér áðan þegar ég kom heim var húsið troðfullt af ungdómi ættuðum frá Danmörku ásamt örfáum íslendingum, heimilisfólkinu. Marek bauð nefnilega vinum sínum í afmælisveisluna sína (númer 2 reyndar) sem var nú í dag sem sagt.

Í þessari ágætu vinnu sem ég er í (Palli sko, já ég get líka bloggað, stundum) fæ ég að sjá ansi mikið af fallegum húsum og byggingum. Til dæmis við Veg 205 í Þýskalandi stendur hús sem gæti verið kirkja eða kastali. Ég er ekki viss um hvort það er en það er mjög flott bygging.
Ég er sem sagt að vinna hjá fyrirtæki sem heitir PK Transport. Það er einhvers konar flutningafyrirtæki nema það á mjög fá vagna, en mest bíla sem draga annara fyrirtækja vagna.
Ég er mest í þeirri deild að aka frá Frederikshavn, hvar vagnarnir koma til lands eftir siglinu frá Oslo. Einstaka sinnum hef ég farið til Kaupmannahafnar til að sækja þessa vagna en þá er það vegna þess að þeir hafa ekki komist í Frederikshavn ferjuna. Svo dreg ég þetta til Hamburg í Þýskalandi þar sem þeir eru aflestaðir morguninn eftir. Eftir losun og dálítinn svefn yfir nóttina er ég sendur til ýmissa fyrirtækja til að fá lestun á vagninn aftur því ekki mega þeir fara tómir til Noregs. Það er alveg bannað. Þá er oftast sendur til fyrirtækis sem heitir Euroline en það er "HUGES" stórt dreifingafyrirtæki fyrir hin og þessi fyrirtæki hingað og þangað um Evrópu. Einhverskonar Flytjandi (eða Pakkhúsið á HVT) okkar íslendinga. Svo þegar vagninn er orðinn fullur af vörum og kössum og brettum og þess háttar þá ek ég aftur til Køben eða Frederikshavn með vagninn og skila honum út á bryggju. Sæki svo þann næsta daginn eftir og svona gengur þetta.
Hér koma nokkrar tölulegar upplýsingar fyrir þá sem alls ekki nenna að lesa svoleiðis lagað hehe.

Bifreið: Í flestum tilfellum VOLVO 420 hestafla eða 380 hestafla.
Fjöldi ása: 2
Fjöldi hjólbarða: 6
Meðal eyðsla: 29 lítrar á hundraðið (ca 3,5 km/líter)
Heildarakstur á seinasta bíl sem ég var á: 835.700 þegar ég lagði honum. Þá hafði ég ekið honum ca 3200 km á 5 dögum.
Heildar snúningsfjöldi á mótor þessa rúmlega 835.000 kílómetra: Já haltu þér nú, 917.720.000 (níuhundruðogsautján milljónir sjöhundruðogtuttuguþúsund) snúningar. Og þá er það líklega sinnum tveir því eins og margir vita þá snýst sveifarás í fjórgengis mótor tvo hringi til þess að klára "einn vinnu (eða sprengi) hring.

Þetta var nú aldeilis skemmtilegt og ef ég fæ eitthvað fá komment (færri en 5) út á þetta þá verð ég rosa fúll :-)


Takk og bless í bili.
Palli.