STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

miðvikudagur, apríl 04, 2007

Tengdó í heimsókn

Jábbs, apríl bara að verða búinn! Ja, nei kannski ekki alveg, en mikið djö sem tíminn líður hratt!

Lóa tengdó (þetta er s.s. Helga sem skrifar) og Helga Rún komu í heimsókn á sunnudaginn síðasta. Palli keyrði Eyþór til Köben sama dag og tók þær með í bakaleiðinni.
Það er búið að bardúsa ýmislegt með þeim, þó aðalega í Þýskalandi! Við fórum öll, nema Palli sem var að vinna, til Flensborgar á mánudaginn í skoðunar/verslunarleiðangur. Ég fór svo aftur ein þangað daginn eftir til að fara í klippingu en klipping og litur kostar þar á einni stofunni 2148 krónur hvorki meira né minna! Það var að vísu tilboð á þriðjudegi þar sem litur var á hálfvirði. En hér í DK myndi ég borga a.m.k. 6 - 7 þúsund krónum meira svo það borgar sig alveg að keyra þarna niður eftir.
Palli fór með alla strolluna niður í miðbæ hér í Sønderborg í gær á meðan ég var í klippingu.
Í dag var svo farið enn einu sinni til Flensborgar. Nú var Lóa búin að taka bíl á leigu svo við komumst öll niðureftir. Ástæðan var að á mánudaginn sáum við ferðatívolí sem við þurftum endilega að kanna betur.
Það opnaði svo víst ekki fyrr en kl. 14 svo einhvernvegin urðum við að drepa tímann, en við vorum mætt rétt fyrir hádegi. Það var ákveðið að fara að fá okkur að borða og varð ítalskur veitingastaður fyrir valinu. Hrikalega góður matur! Þá passaði fínt að fara í tívolíið. Það eru komnar inn myndir frá þessum dögum. Endilega skoðið bara.

Annars er svo næst á dagskrá að á morgun á Lóa afmæli og hún ætlaði að bjóða Regínu og fjölskyldu í kaffi. En í gær, eftir matinn, fórum við að ræða kleinugerð og það var ákveðið að prófa að steikja kleinur í dag, heima hjá Regínu. Við förum því bara með afmæliskökurnar með okkur til Regínu og ef vel tekst til með kleinurnar þá verða þær líka í kaffinu. Geðveikt!
Á föstudaginn förum við aftur til Þýskalands, nú til Hamborgar til að skoða dýragarðinn þar.

Á laugardaginn hef ég augastað á tveimur flóamörkuðum! Oh, það er bara langt síðan ég hef farið á flóamarkað... einhverjar tvær, þrjár vikur bara!