Aldeilis fín helgi
Olga, Baldur og co fara á morgun... og þetta er ekki sagt með feginsröddu! Alls ekki því það er búið að vera svo gaman að hafa þau.
Við erum búin að finna froska inni í skóginum, búin að fara niður að strönd og vaða örlítið í sjónum. Í gær fórum við út að borða á mongólska veitingastaðnum sem er bara snilld. Já og ekki má gleyma að við Olga fórum í "örstuttan" verslunarleiðangur á laugardaginn. Við byrjuðum á að keyra Palla til Padborg en hann átti að mæta í vinnu kl. 9. Eins gott líka því þá gátum við verið mættar á flóamarkaðinn fyrir klukkan 10! Og þar mætti okkur aldeilis skrautleg sýn. Það var eins og við værum mættar í Gamlingjaréttir! Við vorum laaaang yngstar - og fallegastar - en restin var eins og það hefði verið farið í vettvangsferð af einhverju elliheimili. Múgurinn var æstur þegar klukkan var að nálgast 10 og nokkrum mínútum fyrir kom einhver karl út sem minnti mann sterklega á Samúel Örn íþróttafréttaritara, og talaði hann við lýðinn. Á slaginu kl. 10 lét hann reipið falla og þá var sko um að gera að reyna að halda lífi. Olga datt og var einhver gömul kerling með göngugrind sem spólaði yfir hana og er hún enn með skófarið á bakinu. Nei, kannski ekki alveg, en hefði samt passað vel við!
Nú, við urðum auðvitað að koma upp með einhverja áætlun um hvernig við ætluðum að haga okkur þarna inni svo við yrðum ekki af einhverju góssi. Olga vildi helst að við værum báðar með dómaraflautur til að flauta í ef við sæum eitthvað bitastætt en það var of seint að hugsa um það.
Nú var um að gera að hlaupa inn, maður gerði eins og hinir ellismellirnir sem kunnu aðferðina, notaði olnbogana til að þoka sér áfram. Við vorum snöggar að sirka út hvar leirtauið var staðsett, enda báðar með gott nef fyrir svoleiðis. Á leiðinni þangað sáum við 2 geðveikt flottar smáhlutahillur, eða setjaraskúffur eins og ég held það heiti, og Olga ákvað að grípa aðra þeirra strax. Eins gott því um 10 mínútum síðar var hin farin! Hún var eins og kýr nýsloppin út að vori... nei, nei, svo slæm var hún ekki, en ég vil nú þó monta mig á sérstaklegri staðfestu og sjálfstjórn því ég keypti ekki matardiska frá Villeroy & Boch, þó að ég sé með merkjasnobb og það sé það flottasta!
Úti fyrir voru húsgögn og þar var líka ógeðslega flott, stór kista til sölu. Ofan á henni sat kona sem fastast og leit hún út fyrir að vera tilbúin til að verja kistuna með kjafti og klóm. Við vitum ekki eftir hverju hún var að bíða en hún allavega ætlaði að kaupa kistufjandann.
Eftir nokkra flotta hluti sem fengu að koma með okkur heim fórum við til Flensborgar og vorum þar alveg til kl. 20:30. Tekur því varla að skrifa nokkuð um það því það myndi bara fölna miðað við þennan flóamarkað sem við fórum á.
Myndir frá flóamarkaðshlutunum eru komnar inn í myndaalbúm.
Ó, og já, það var u.þ.b. 25 gráðu hiti í dag - bara að segja ykkur það!
Við erum búin að finna froska inni í skóginum, búin að fara niður að strönd og vaða örlítið í sjónum. Í gær fórum við út að borða á mongólska veitingastaðnum sem er bara snilld. Já og ekki má gleyma að við Olga fórum í "örstuttan" verslunarleiðangur á laugardaginn. Við byrjuðum á að keyra Palla til Padborg en hann átti að mæta í vinnu kl. 9. Eins gott líka því þá gátum við verið mættar á flóamarkaðinn fyrir klukkan 10! Og þar mætti okkur aldeilis skrautleg sýn. Það var eins og við værum mættar í Gamlingjaréttir! Við vorum laaaang yngstar - og fallegastar - en restin var eins og það hefði verið farið í vettvangsferð af einhverju elliheimili. Múgurinn var æstur þegar klukkan var að nálgast 10 og nokkrum mínútum fyrir kom einhver karl út sem minnti mann sterklega á Samúel Örn íþróttafréttaritara, og talaði hann við lýðinn. Á slaginu kl. 10 lét hann reipið falla og þá var sko um að gera að reyna að halda lífi. Olga datt og var einhver gömul kerling með göngugrind sem spólaði yfir hana og er hún enn með skófarið á bakinu. Nei, kannski ekki alveg, en hefði samt passað vel við!
Nú, við urðum auðvitað að koma upp með einhverja áætlun um hvernig við ætluðum að haga okkur þarna inni svo við yrðum ekki af einhverju góssi. Olga vildi helst að við værum báðar með dómaraflautur til að flauta í ef við sæum eitthvað bitastætt en það var of seint að hugsa um það.
Nú var um að gera að hlaupa inn, maður gerði eins og hinir ellismellirnir sem kunnu aðferðina, notaði olnbogana til að þoka sér áfram. Við vorum snöggar að sirka út hvar leirtauið var staðsett, enda báðar með gott nef fyrir svoleiðis. Á leiðinni þangað sáum við 2 geðveikt flottar smáhlutahillur, eða setjaraskúffur eins og ég held það heiti, og Olga ákvað að grípa aðra þeirra strax. Eins gott því um 10 mínútum síðar var hin farin! Hún var eins og kýr nýsloppin út að vori... nei, nei, svo slæm var hún ekki, en ég vil nú þó monta mig á sérstaklegri staðfestu og sjálfstjórn því ég keypti ekki matardiska frá Villeroy & Boch, þó að ég sé með merkjasnobb og það sé það flottasta!
Úti fyrir voru húsgögn og þar var líka ógeðslega flott, stór kista til sölu. Ofan á henni sat kona sem fastast og leit hún út fyrir að vera tilbúin til að verja kistuna með kjafti og klóm. Við vitum ekki eftir hverju hún var að bíða en hún allavega ætlaði að kaupa kistufjandann.
Eftir nokkra flotta hluti sem fengu að koma með okkur heim fórum við til Flensborgar og vorum þar alveg til kl. 20:30. Tekur því varla að skrifa nokkuð um það því það myndi bara fölna miðað við þennan flóamarkað sem við fórum á.
Myndir frá flóamarkaðshlutunum eru komnar inn í myndaalbúm.
Ó, og já, það var u.þ.b. 25 gráðu hiti í dag - bara að segja ykkur það!
<< Home