STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

sunnudagur, apríl 22, 2007

Eurovision - 2. kafli

Jæja, þá er annar þátturinn af fjórum búinn. Ég varð auðvitað að drífa mig að hlusta á lögin og mynda mér skoðun um þau áður en ég gat lesið bloggið hans Daníels sem annars bloggar alltaf um lögin.

  1. Albanía. Ok, byrjum á því að tala um það góða: myndatakan var á köflum fín! En þetta hlýtur að vera djók! Ég meina ég skellti allavega upp úr þegar ég sá dúddann sem syngur. Og svo annað hrós: Ég hef heyrt leiðinlegri lög... hmm... t.d. eins og lagið Primadonna frá Rússlandi fyrir nokkrum árum síðan. Gef þessu 1 stig. Eyþór gefur 0 stig.
  2. Danmörk. Altså, det er faktiskt en rigtig go’ sang! Mitt uppáhaldslag í dönsku keppninni og gaman að heyra að Peter er svona mikill Eurovision fan. 5 stig frá mér! Eyþór gefur 3 stig.
  3. Króatía. Æ, æ... eitt af mínum uppáhaldslöndum í Eurovision. Ok, það góða fyrst: það er sungið að hluta til á króatísku (sem er geðveikt flott tungumál). Ég get bara ekki sagt neitt meira gott um þetta lag... Það fær 1 stig fyrir króatískuna! Eyþór gefur 0 stig.
  4. Pólland. Mér finnst þetta enn vera skrítið lag en samt ekki eins slæmt og þegar ég heyrði það fyrst. Gef því 3 stig. Eyþór gefur 3 stig.
  5. Serbía. Ég var heillengi að átta mig á því hvort þetta væri karl eða kona sem væri að syngja. En mér finnst þetta flott lag... minnir mig á Lane Moja sem var náttúrlega ógeðslega flott lag... Hmm... gef þessu 4 stig og eitt stig til viðbótar fyrir tungumálið. Semsagt 5 stig. Eyþór gefur ekki nema 1 stig.
  6. Tékkland. Nei, nei, nei ekki minn tebolli! 0 stig frá mér! Eyþór gefur 2 stig.
  7. Portúgal. Ég hef ekki nema einu sinni fílað lag frá Portúgal, og það er ekkert að breytast hér. 0 stig. Eyþór gefur 0 stig.
  8. Makedónía. Þetta er svona allt-í-lagi lag. Hvorki fugl né fiskur. En ég tek eftir því að eitthvað hefur verið sparað til við efniskostnað á söngkonuna. Gef þessu 2 stig. Eyþór gefur 4 stig.
  9. Noregur. Ágætt lag. Vonandi verður það nógu kraftmikið á sviðinu. Flott kjólaskiptingin! Gef þessu samt bara 3 stig. Eyþór gefur 3 stig.

Við Eyþór erum annars meira sammála þessa vikuna heldur en hina. Nú erum við sammála um Pólland, Portúgal og Noreg.
Hafiði annars tekið eftir því að þegar norðurlandaþjóð er með lag, þá er talað við einhvert fólk og takið eftir sænska karlinum. Hann er nefnilega með alveg eins augu og hún Charlotte Perrelli.

En jæja, komið nú með ykkar stig... þið hljótið að hafa skrifað þau niður samviskusamlega!