STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

mánudagur, apríl 30, 2007

Vorveður


Ég ætla bara að segja ykkur það að það er VORVEÐUR, það er ekki einusinni komið sumar. Allavega sögðu strákarnir í skólanum mér það í dag. Þó það hafi verið bara 18°c í dag, var sólskin og við strákarnir skelltum okkur niður á strönd. Sjórinn er ennþá mjög kaldur en það er samt hægt að bíta á jaxlinn og vaða örlítið, eins og Hinrik gerði. Við stoppuðum ekki lengi þarna, en nógu samt til að borða nestið okkar og svona.

Svo skelltum við okkur bara til Regínu og sátum úti í garði hjá henni í dágóða stund.

Ég get ekki sagt að ættingjar og vinir hafi beinlínis stokkið upp til handa og fóta til að kommenta við Eurovision færslurnar mínar! Hvernig er þetta eiginlega? Fylgist þið ekki með Eurovision? Á ekkert að vera með í umræðunni?
Posted by Picasa