STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

þriðjudagur, apríl 24, 2007

Skrítið veður

Já, það er mjög skrítið veður í dag. 22 stiga hiti sá ég á einum útimæli við stórverslun, en nær alveg skýjað og mikið mistur í lofti. Eiginlega er ekki hægt að segja að það sé skýjað - bara mistur, s.s. mistrað!

Við erum að byrja á stóru verkefni á morgun. Þetta er prófverkefnið okkar og tekur um 6 vikur. Svo þurfum við að verja það og því næst er próf og eitthvað. Seinni tíma vandamál!

Asia vinkona í Póllandi er eitthvað að hugsa um að skreppa hingað um helgina - næstkomandi, held ég. Það yrði geðveikt gaman. Við förum svo til hennar í sumar og ég ætla svo aftur ein í brúðkaupið þeirra í byrjun ágúst. Spennandi.

Við fórum með hamstrana í gær, alla nema einn. Gæludýrabúðin vildi ekki taka við einum. Hann er nefnilega svoddan grey, pínulítill og hálfblindur því annað augað opnaðist aldrei. Gaurinn í búðinni sagði að hann gæti verið veikur og vildi ekki taka við honum en benti mér á að fara með hann til dýralæknis til að láta lóga honum.
Veggjalýsnar eru líka á undanhaldi. Eru ekki alveg horfnar en næstum því. Í nótt ætla ég að gera vísindalega talningu á stofni lúsanna. Verður það gert með því að setja teppalímband í ferning á dýnu í kojunni og í miðju ferningsins set ég hitapoka - því ég hef lesið að þær skynji líkamshitann og þannig viti þær þegar einhver er í rúminu. Þar fyrir utan verður sett teppalímband á öll önnur rúm sem sofið verður í í nótt og á morgun fer talning fram. Ég vona að þetta endi ekki eins og forsetakosningarnar í BNA þar sem telja þurfti einhvern slatta af atkvæðum aftur. Nei, ég ætla bara að telja einusinni og láta þar við sitja!

Hafið það gott.