STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

sunnudagur, apríl 29, 2007

Mezzoforte í Sønderborg.... 2. kafli

Þess er helst að geta í öðrum og seinni kafla tónleikasögu Mezzoforte í Sønderborg, að tónleikarnir voru HRIKALEGA skemmtilegir. Alveg hreint stórkostlegir. Eyþór, Jóhann og Gunnlaugur stóðu sig allir með stakri prýði ásamt hinum þremur hljóðfæraleikurunum sem ég man ekki hvað heita nema saxófónleikarinn, hann heitir Óskar Guðjónsson.
Og sérstaklega var gaman að spjalla við þá eftir tónleikana. Þar kom meðal annars fram að Jóhann langar mest af öllu til þess að kaupa af mér bláa Yamaha bassann minn, en hann keypti ég af Jóhanni árið 2000.... eða 2001, man það ekki alveg.

Á tónleikunum hitti ég Jens trommara sem ég spilaði með á einni æfingu með hljómsveitinni OLD SPICE nú í vetur, en hann bað mig um að spila með sér á einhverju giggi sem er þann 18. maí næstkomandi, akkúrat sama dag og Regina frænka er búin að bjóða okkur í fimmtugs afmælið sitt, ég á eftir að finna út leið til þess að tækla þetta allt saman. En Kim einhver, félagi Jens, er gítarleikari og bað Jens um að spila með sér þarna og spurði hann í leiðinni hvort hann (Jens) vissi um einhvern professional bassaleikara. Jens sagðist vita um einn og bað mig sem sagt um að spila. Þetta er líklega mesta áskorun sem ég hef lent í á mínu spilaferli vegna þess að:

1. Það verður EKKERT æft fyrir giggið; það er enginn tími til þess.

2. Ég hef ekki HÖGGMYND hvað á að spila þarna fyrir utan afmælissönginn og einhver 70' og 80' lög og þá mest rokk. Guð hvað ég er feginn að Hjalti Júl hefur kennt mér mikið af þessum rokk slögurum. Takk Hjalti minn :)

3. Ég á ekki bassamagnara en Jens ætlar að redda einhverjum kettlingi sem heyrist eitthvað í.
Sem sagt ÁKAFLEGA spennandi.
Eftir þetta fór ég sæll og glaður að sofa :-)
Takk fyrir mig.