STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

miðvikudagur, apríl 25, 2007

American Idol

Hafiði fylgst með American Idol? Ég er auðvitað húkkt á þessum þáttum en þeir sem þekkja mig - eða bara kannast við mig - vita sjálfsagt að það er nóg að um raunveruleikaþátt sé að ræða og þá er ég húkkt.
Ég hef haldið með Lakishu frá upphafi, mér finnst hún bara æði en ég er núna eftir síðast þátt farin að halda meira með Jordin. Hún var svo góð í síðasta þætti að ég táraðist. Reyndar segir það kannski ekki mikið því ég tárast oft. Oft í roki. Og þegar ég hlæ. Og yfir The Bachelor. Nei, nei, það er reyndar ekki satt því "tárast" væri ekki nógu sterkt til að lýsa því. "Grenja" lýsir því betur. En allavega, ætla nú ekki að fara að tala um Bachelorinn hérna.
Af strákunum finnst mér Blake bestur. En Melinda Doolittle er best þegar maður horfir ekki á hana. Æi, hún er eitthvað farin að fara í mínar fínustu greyið!

Mér finnst eiginlega að Jordin ætti að vinna! Já, held það bara. Ég verð líka að segja að mér finnst einkennandi fyrir þessa þáttaröð hvað mér finnst allir söngvararnir vera góðir. Amk þeir sem eru komir í 7 manna hópinn.
En hvað finnst ykkur?