STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

laugardagur, apríl 28, 2007

Eurovision - 3.kafli

Jæja, loksins höfðum við okkur í að horfa á þriðja þáttinn í kynningu á Eurovision lögunum. Til að spara okkur tíma þá horfðum við á hann saman Eyþór og ég. Mér fannst þetta bara hinn besti þáttur og það er greinilegt að það er mikil fjölbreytni í lögum í ár. Hér koma svo stigin okkar:

  1. Malta. Mikið að gerast í myndbandinu... mikið um texta, held samt að þetta lag gæti ekki orðið neitt sérstaklega vinsælt í útvarpi. Ekkert slæmt lag samt, við Eyþór gefum bæði 3 stig.
  2. Andorra. Þetta lag gæti ég miklu frekar átt von á að heyra í útvarpi. Þessi hljómsveit minnir mig á... æi einhverja strákahljómsveit sem ég man ekki núna hverjir eru. En allavega fá þeir 4 stig frá mér en bara 1 stig frá Eyþóri.
  3. Ungverjaland. Eitt af uppáhaldslöndunum mínum í Eurovision. Og líka frábært lag, mér finnst með söngkonan með æðislega rödd. Ég gef þeim 5 stig – 6 ef ég mætti. Eyþór gefur bara 1 stig!
  4. Eistland. Iss, piss.. ekkert sérstakt lag! Ég gef því ekki nema 2 stig. Eyþór gefur líka 2 stig.
  5. Belgía. Hey, flott fönkað diskólag! Hver segir að Eurovision lög séu öll eins?? Mér finnst þetta skemmtilega hallærislegt og ég elska alltaf fönk. 4 stig. Eyþóri finnst þetta skásta lagið fram að þessu í kvöld og gefur því 5 stig.
  6. Slóvenía. Þetta finnst mér vera eitt besta lagið í keppninni (á reyndar eftir að heyra örfá lög, en finnst þetta samt) Mér finnst þetta æðislegt og gef því 6 stig án þess að blikna! Eyþór gefur 5 stig.
  7. Tyrkland. Hahaha... þetta minnir mig örlítið á “Shake it” sem Grikkinn Sakis söng um árið. Nema að mér finnst þetta aðeins efnismeira lag. Gef því samt bara 3 stig. Eyþór gefur 4 stig.
  8. Austurríki. Ég var ekki búin að heyra þetta áður. Mér finnst þetta flott lag og get alveg ímyndað mér það í útvarpi. Veit ekki hvort því gengur vel í eurovision en ég gef því 4 stig. Eyþór gefur því 5 stig.
  9. Lettland. Æi, hvað eru þeir að gera með þessa hallærislegu hatta á höfðinu?? Iss, piss... viðlagið er sæmilegt. Ég gef þeim bara 2 stig. Eyþór gefur bara 1 stig.

Þau lönd sem komast því áfram skv. okkar stigagjöf eru (Ekki í neinni annarri röð en þeirri að þau lönd sem fengu flest stig koma fyrst o.s.frv. ):

Helga (þau lönd sem fengu 5 og 4 stig frá mér):

  • Hvíta-Rússland
  • Ísland
  • Danmörk
  • Serbía
  • Ungverjaland
  • Slóvenía
  • Kýpur
  • Sviss
  • Moldóva
  • Holland
  • Andorra
  • Belgía
  • Austurríki (Of mörg lönd fengu 4 og 5 stig frá mér svo ég get ekki gert upp á milli)

Eyþór (Þau lönd sem fengu 5, 4 og 3 stig frá honum):

  • Belgía
  • Slóvenía
  • Austurríki
  • Kýpur
  • Ísland
  • Makedónía
  • Tyrkland
  • Hvíta Rússland
  • Moldóva
  • Holland
  • Danmörk
Jæja, hvað finnst ykkur? Eruði sammála okkur Eyþóri?