Langt blogg framundan
Ég var að spá í það í dag hvað fólk er fljótt að gleyma... ég meina bara svona fólk almennt. Mannfólkið sko. Við erum ekki bara fljót að gleyma heldur erum við áhrifagjörn og eigum – yfirleitt – auðvelt með að aðlagast aðstæðum. En af því að við erum með svoddan gullfiskaminni þá virðumst við lítið læra af fyrri mistökum. Og þannig getum við endurtekið þau aftur og aftur. Við breytum kannski einhverju örlitlu, en grunnurinn er sá sami. Ég meina, lærðum við EKKERT af leggingstískunni á síðasta áratug? Einhverju mesta tískuslysi á þeim áratug. Og nú er þetta fyrirbæri til sýnis í næstum hverjum einasta fataverslunarglugga bæjarins... og víðar. Mér finnst þetta náttúrlega bara hræðilegt. Ókei, þetta er ágætt á horuðum konum og stelpum þar sem þær eru í pilsi eða stuttbuxum utanyfir en hversu langt verður það þar til konur eins og ég – að mér undanskildri, því ég þykist MUNA – fara að ganga í þessu og aðeins í víðum og síðum bol við. Muniði ekki stelpur? Kræst!
Ég var að klára að horfa á American Idol úrslitaþátttinn – er ekki búin að horfa á úrslitin sjálf en er búin að grenja hressilega yfir þættinum sjálfum. Það er bara nauðsynlegt. Ég meina, hver grenjar EKKI yfir raunveruleikaþáttum? Ha? Segið mér það! Survivor þættirnir eru búnir í bili. Bara snilldarþættir. Grenjað yfir þeim líka stundum. Grey’s Anatomy búið líka. Grenjað yfir þeim í hvert sinn. Ugly Betty fer sennilega að kveðja í bili líka. Ekki raunverluleg og fær því fá tár. Nú grenja ég bara yfir því að hafa ekkert til að horfa á!
Ég var að klára að horfa á American Idol úrslitaþátttinn – er ekki búin að horfa á úrslitin sjálf en er búin að grenja hressilega yfir þættinum sjálfum. Það er bara nauðsynlegt. Ég meina, hver grenjar EKKI yfir raunveruleikaþáttum? Ha? Segið mér það! Survivor þættirnir eru búnir í bili. Bara snilldarþættir. Grenjað yfir þeim líka stundum. Grey’s Anatomy búið líka. Grenjað yfir þeim í hvert sinn. Ugly Betty fer sennilega að kveðja í bili líka. Ekki raunverluleg og fær því fá tár. Nú grenja ég bara yfir því að hafa ekkert til að horfa á!
Við Palli fórum í sitt hvort verslunarferðina í dag. Ég keypti mér þessa líka flottu skó því eins og þið vitið þá ELSKA ég tásuskó. Ég sá sambærilega skó í búð í miðbænum í gær þar sem við Hinrik vorum á rölti, en þeir sem ég sá og mátaði voru eldrauðir. Geðveikt flottir en ekki mjög praktískir. Maður veit aldrei hvernær maður þarf að láta fara lítið fyrir sér og vill ekki draga athyglina að sér með öskrandi skóm. Þessir eru Bianco skór, með 325 saumum hvor um sig, góðu gripi, mjög hraðskreiðir (eins og Marek myndi segja), ekta leðri og þola 40° frost. Þeir eru ekki með myndavél eða innbyggðu þráðlausu neti en hvort tveggja er hægt að setja í seinna. Þeir kostuðu litlar 4oo danskar krónur.
Því allar þesar upplýsingar? Jú til að skórnir mínir fái ekki minnimáttarkennd við hliðina á því sem Palli keypti sér. Hann er jú stór maður og þarf að versla sér stóra hluti. Allavega hluti sem kosta stórar summur. Hann keypti sér semsagt nýja fartölvu! Jább, hin tölvan dó um helgina. Lést bara. Ja, ekki alveg fyrirvararlaust en það er svona þegar fólk bregst ekki við sjúkdómseinkennum, að stundum verður það of seint. Hann keypti sér Acer tölvu með stórum skjám og stóru lyklaborði. Svona í grófum dráttum þá keypti hann sér karlmannlega tölvu. Stóra og öfluga. Með 1 GB vinnsluminni, 120 GB hörðum diski, 1,6 GHz örgjörva sem heitir Turion. 17" skjár, innbyggð vefmyndavél, innbyggt netkort, innbyggt hittogþetta misnytsamlegt og geðveikt flott upplausn. Spilar bæði lög og myndir og ýmislegt fleira. Þessi herlegheit kostaði litlar - þó miklar - 7000 danskar krónur. Ágætis kaup það! Ég hlakka til að fá að prufukeyra hana í næstu viku! Hehehehe...
Hér er heitt - heitara en í snjókomunni á Íslandi og það er spáð um 25 stiga hiti um helgina. Vill einhver skreppa í heimsókn?
Því allar þesar upplýsingar? Jú til að skórnir mínir fái ekki minnimáttarkennd við hliðina á því sem Palli keypti sér. Hann er jú stór maður og þarf að versla sér stóra hluti. Allavega hluti sem kosta stórar summur. Hann keypti sér semsagt nýja fartölvu! Jább, hin tölvan dó um helgina. Lést bara. Ja, ekki alveg fyrirvararlaust en það er svona þegar fólk bregst ekki við sjúkdómseinkennum, að stundum verður það of seint. Hann keypti sér Acer tölvu með stórum skjám og stóru lyklaborði. Svona í grófum dráttum þá keypti hann sér karlmannlega tölvu. Stóra og öfluga. Með 1 GB vinnsluminni, 120 GB hörðum diski, 1,6 GHz örgjörva sem heitir Turion. 17" skjár, innbyggð vefmyndavél, innbyggt netkort, innbyggt hittogþetta misnytsamlegt og geðveikt flott upplausn. Spilar bæði lög og myndir og ýmislegt fleira. Þessi herlegheit kostaði litlar - þó miklar - 7000 danskar krónur. Ágætis kaup það! Ég hlakka til að fá að prufukeyra hana í næstu viku! Hehehehe...
Hér er heitt - heitara en í snjókomunni á Íslandi og það er spáð um 25 stiga hiti um helgina. Vill einhver skreppa í heimsókn?
<< Home