STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

fimmtudagur, maí 17, 2007

Eftir sólarhring.... tæpan

Það er alveg að koma að því..... spilamennskan mikla annað kveld.
Ég talaði við Jens trommara í gær og spurði hvort að hann væri búinn að finna einhvern magnara. "Já já" sagði Jens. Einhvern voða fínan Trace Elliot. Þá spurði ég hann hvort ég fengi einhvern lagalista til að spila eftir. Svarið var einfalt: "NEI, það er ekki í boði, desværre" (sem þýðir því miður), sem gerir þetta allt saman ÓGURLEGA SPENNANDI. Svo læt ég ykkur vita hversu illa/vel þetta allt saman fer.
Stutt núna og gott í bili.

Bless,
Palli.