STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

sunnudagur, maí 20, 2007

Spil og spilamennska.

Á föstudagskveldið 18. maí síðastliðið hafði undirritaður tekið það að sér að spila með tveimur tónlistarmönnum, öðrum óþekktum og hinum lítið þekktum. Þ.e.a.s. þeir voru mér ó- og lítið þekktir. Ég mætti heim til þess sem er mér lítið þekktur og heitir Jens klukkan ca 20:38 samkvæmt klukkunni í bílnum okkar en hún er nú alltaf aðeins á undan, svo ég hef líklega mætt um klukka 20:30. Jens fékk mig til að taka part af trommusettinu sínu í minn bíl og kom svo með restina sjálfur á sínum bíl. Við ókum svo sem styðsta leið liggur til Skovkroen sem er rétt hjá þorpinu Fynshav austarlega á eyjunni Als. Skovkroen er félagsheimili eins og við íslendingar myndum kalla það en þetta var einn heitasti staðurinn hvað varðar menningu og skemmtun á árunum 1960-1979. Þarna inni má sjá til dæmis lista yfir ca 50 hljómsveitir sem spiluðu þarna á árunum 1964-1968 og þar á meðal er hljómsveitin The Who.
En spilun okkar félaga, sem höfðum kynnst um klukkan 21:20 fyrr um kveldið, hófst um 22:20. Á efnisskránni voru ýmsir þekktir slagarar, gamlir og eldri, þekktir og óþekktir, danskir og ekki danskir, leiðinlegir og skemmtilegir og svoleiðis langt langt fram eftir götunum. Til dæmis spiluðum við Lay down Sally, Lets twist again, einhverjir slagarar eftir Jimmy Hendrix og féll þetta vel í áhorf- og áheyrendur. Mér var nokkuð vel tekið sem íslenska bassaleikaranum af öllum hinum í hljómsveitinni og lýstu þeir yfir mikillri ánægju með mig og þá sérstaklega að ég skyldi kunna svona mikið af þessum gömlu lögum. Og ég segi enn og aftur, TAKK FYRIR HJALTI MINN :-) Ballið stóð til klukkan 01:58. Þá var hætt, pakkað saman og farið af staðnum. Ég fékk um 2000 kr. danskar fyrir hlutverkið eða um 24.000 kall íslenskar. Kim og Jens (það eru allir hinir í hljómsveitinni sko) báðu mig endilega um að senda þeim netfangið mitt og símanúmerið mitt. Ég hef hugsað mig rækilega um og læt líklega verða af því einhvertíman í sumar (eða þegar ég hef jafnað mig af allri þessari ógurlegu athygli sem ég fékk) en það fer eftir veðri.
Þar hafið þið það.

Kveðja,
Palli.