Gamlar bloggfærslur
Einhvern tímann tók ég afrit af öllu gamla blogginu okkar Palla og geymdi í Word skjali í tölvunni. Fór núna og fann þetta skjal set hér inn sýnishorn af því hvað var í gangi fyrir akkúrat 3 árum síðan:
Guðfinna vinkona mín kom í heimsókn í gær og við erum nú aldeilis búnar aðgera margt. Fyrst ber að nefna að í gær grilluðum við geðveikt góðan mat, kjöt (bæði nautakjöt og kjúkling) á pinnum og grænmeti og eina svínalærissneið. Með þessu var borið fram kartöflusalat (heimagert!) heimabakaðar ólífubollur, og kaldar sósur. Nammm! Seinna um kvöldið horfðum við á Love Actually. Frábær mynd!
Nú, í dag fórum við niður í bæ, röltum þar um þar til Hinrik Elvar sofnaði í vagninum, þá fórum við í listasafnið að skoða verk eftir Goya. Mjög áhugavert. Eftir safnferðina hittum við Sollu og fengum okkur kaffibolla með henni á Bláu Könnunni. Því næst fórum við öll sömul á Safnasafnið og það var auðvitað mjög skemmtilegt. Mæli með því að fólk kíki þangað við tækifæri. Því næst fórum við Guðfinna með Hinrik í Lystigarðinn og eftir að hafa sótt Marek og Eyþór fórum við með alla strolluna upp í Kjarnaskóg og grilluðum pylsur! Mjög góður dagur.
Við ætlum að enda daginn með videoglápi - og kannski smá lærdómi því ég er ein af 21 sem féllu í siðfræðinni! Ótrúlegt, eins og ég leit vel út!
Og svo þetta sagði Palli fyrir 4 árum síðan.
laugardagur, maí 31
Þetta er frábært
Jú, eins og flestir líklega vita eignuðumst við Helga myndar dreng á þriðjudaginn var (27.05.2003 kl.23:02 setjið þetta í minnið í kollinum á ykkur). Hann er auðvitað voað sætur og góður (hvað annað :-)
Við erum búin að finna nafn og heitir hann núna Hinrik Elvar sem er mjög gott.
Ingunn systir var að kaupa sér nýtt video og nýjann DVD spilara og er voða glöð og ánægð.
Ingunn Helga frænka var að kaupa nýtt heimabíókerfi með DVD og nýtt sjónvarp og er voða glöð og ánægð.
Svo er ekkert meira að segja í bili nema kær kveðja að sinni.
Spakmæli: Kertið brennur faglega upp gluggatjöldin ef hafður er tilkomumikill kerfisdallur undir á.
fimmtudagur, maí 27, 2004
Hinrik Elvar á afmæli í dag, hann er orðinn eins árs!Guðfinna vinkona mín kom í heimsókn í gær og við erum nú aldeilis búnar að
Nú, í dag fórum við niður í bæ, röltum þar um þar til Hinrik Elvar sofnaði í vagninum, þá fórum við í listasafnið að skoða verk eftir Goya. Mjög áhugavert. Eftir safnferðina hittum við Sollu og fengum okkur kaffibolla með henni á Bláu Könnunni. Því næst fórum við öll sömul á Safnasafnið og það var auðvitað mjög skemmtilegt. Mæli með því að fólk kíki þangað við tækifæri. Því næst fórum við Guðfinna með Hinrik í Lystigarðinn og eftir að hafa sótt Marek og Eyþór fórum við með alla strolluna upp í Kjarnaskóg og grilluðum pylsur! Mjög góður dagur.
Við ætlum að enda daginn með videoglápi - og kannski smá lærdómi því ég er ein af 21 sem féllu í siðfræðinni! Ótrúlegt, eins og ég leit vel út!
Og svo þetta sagði Palli fyrir 4 árum síðan.
laugardagur, maí 31
Þetta er frábærtJú, eins og flestir líklega vita eignuðumst við Helga myndar dreng á þriðjudaginn var (27.05.2003 kl.23:02 setjið þetta í minnið í kollinum á ykkur). Hann er auðvitað voað sætur og góður (hvað annað :-)
Við erum búin að finna nafn og heitir hann núna Hinrik Elvar sem er mjög gott.
Ingunn systir var að kaupa sér nýtt video og nýjann DVD spilara og er voða glöð og ánægð.
Ingunn Helga frænka var að kaupa nýtt heimabíókerfi með DVD og nýtt sjónvarp og er voða glöð og ánægð.
Svo er ekkert meira að segja í bili nema kær kveðja að sinni.
Spakmæli: Kertið brennur faglega upp gluggatjöldin ef hafður er tilkomumikill kerfisdallur undir á.
<< Home