STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

fimmtudagur, júní 28, 2007

Fyrsti áfanginn búinn

Jæja, þá er löngu og ströngu tímabili í skólanum lokið. Þetta var nú meiri törnin. Við Hrund vorum eins mikið og við gátum í skólanum, alveg frá morgni til kvölds um helgar en bara til rúmlega 3 virka daga, allt til að læra fyrir próf.
Ég fór svo í próf í dag. Prófið var þannig að við strákarnir tveir sem voru með mér í hóp, fórum inn og kynntum verkefnið okkar. Síðan fórum við út og eitt og eitt var kallað inn í senn. Í einstaklings hlutanum þurftum við fyrst að svara spurningum um verkefnið okkar og svo áttum við að draga tvær spurningar sem við þurftum að svara á staðnum. Ég fékk spurningu um lúppur í forritun - mjög létt spurning og alveg fáránlegt að ég gat varla svarað henni! Og svo spurningu um MS Project sem er heilt forrit sem ég þekki ágætlega svo ég brilleraði alveg á þeirri spurningu.

Niðurstaðan var svo sú að ég og annar strákurinn fengum 7, hinn strákurinn fékk 9 þannig að við stóðumst öll! Húrra fyrir okkur!

Hrund fer svo í próf á morgun - og glætan að ég geti bara setið heima og beðið eftir að fá að heyra eitthvað um það. Nei, ég fer sko í skólann og veiti henni andlegan stuðning áður en hún fer í prófið! Krossa fingur! X