STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

sunnudagur, júní 24, 2007

Komið þið sæl.

Á þriðjudaginn var brá ég (Palli, Helga skrifar ekki allt hérna en hún les allt kellingin sú ;-) ) mér í örstuttan bíltúr frá Sønderborg til Kegbuj (skrifað Kærby en sagt Kegbuj á dönskunni) sem er ekkert langt frá Randers. Þar er hljóðver sem heitir PUK STUDIO og komu góðvinir hlustenda Rásar 2 og annara landsmanna, Sniglabandið þangað til að taka upp nokkur lög. Gaman frá því að segja er að Silli sjálfur var með þeim í för til að taka upp allt stöffið og var hann afar upptekinn á meða minni dvöl stóð þarna, sem hefur verið í ca 5 tíma. Ég ætlaði að góma hann í nokkrar mínútur og spjalla við hann en það gáfust ekki nema ca 3-4 mínútur til þess í heildina. Svo hann missti af því að spjalla við mig hehe. Nei nei. Það var ákaflega gaman að hitta hann og mér tekið með faðmlagi (sem var ekki tekið upp) þegar ég kom á staðinn.
En í stað þess að hanga og bíða eftir tækifæri til þess að geta kannski hitt á Silla þar sem hann var afar upptekinn eins og áður hefur komið fram, þá fóru ég, Skúli Gautason og Þorgils Björgvinsson, eða þeir sem eitthvað smotterí kunna í þessu stórfurðulega tungumáli dönsku, í bíltúr til næstu bæja til að versla í matinn..... eða í snarlið frekar. Nissan Almerin var óskaplega þungt haldin á leiðinni til baka, þvílíkt var verslað. Ekki verður talið upp hér hvað verslað var en þó get ég sagt ykkur að Gilsi keypti sér þessa líka fínustu Clox skó en þeir eru eftirlíking að Crocs. Hér er Crocs heimasíða. Hann var mikið að spá í að fá sér SVONA BLEIKA skó en hætti snögglega við það þegar hann fann loksins svarta í sínu númeri. Reyndar skil ég ekkert í honum að láta ekki undan þrýstingnum sem á hann var beitt af okkur Skúla, en við stóðum yfir honum allan tíman sem hann var að skoða skóna og töldum við honum trú um að, það að vera í hvítum stuttermabol, svörtum gallabuxum, svörtum sokkum og svo bleikum Clox skóm, það væri sko ekta Þorgils. En hann lét ekki undan þessum þrýstingi heldur fékk sér svörtu skóna. Furðulegt það..... eða ekki :)
Hér á myndunum sést vinnuaðstaðan hans Silla annarsvegar og hins vegar Björgvin að skoða myndir í tölvunni sinni með þungt hugsi Þorgils sér við hlið og svo partar af löppunum á Pálma en eins og flestir vita er Pálmi AFAR feiminn maður og lætur ekki mikið sjást í sig. Eins sést kaffibolli þarna á borðinu líka og nokkur blöð.
Ég setti nokkrar myndir inn á Vefalbumið og hér sjást þær myndir.

Kveðja,
Palli.