STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

sunnudagur, júní 17, 2007

Kominn tími á blogg!

Já, það er búið að vera mikið að gera síðan síðast. Fyrst ber að nefna að ástkær vinkona mín, elskulegur maður hennar og börn eru í heimsókn hjá okkur. Þau komu til landsins á miðvikudaginn en til okkar á föstudagskvöld. Því miður er búið að rigna síðan þau komu svo það er mjög takmarkað sem við höfum getað gert. Erum þó búin að fara í skóginn og finna froska (...já þið eruð farin að kannast til Túristarútínuna okkar!), keyra um Als eyjuna, kaupa jarðaber, sjá ströndina úr fjarska, sjá eldingu og heyra þrumur. Á morgun verður farið til Flensborgar í verslunarleiðangur. Og svo bara eitthvað. Já og ekki má gleyma að við Solla erum búnar að sötra hvítvín. Já, þið lásuð rétt; HVÍTVÍN. Bara að breyta aðeins um.

Við strákarnir fórum ásamt Kristínu að sjá Sirkus Arena á miðvikudagskvöldið. Ég tók engar myndir því þær takast svo illa nema þegar strákarnir FÓRU Á FÍLSBAK. Það fannst þeim geðveikt skemmtilegt!

Hey, ég gleymdi að segja að við Solla fórum á loppumarkað í gær! Ó mæ god, hvernig gat ég gleymt því, ég sem hef ekki farið á loppu í margar vikur! Og gerðum við aldeilis góð kaup. Jahá. Solla keypti sér forláta hillu og ég keypti mér tvo stóla til að setja út á svalir... afsakið, í koníaksstofuna okkar. Svo keypti ég lítinn koll og fullt af smádóti. Sumt af því verður sent til hennar Unnar vinkonu. Já, svo voru þarna eldgamlir, skeggsíðir karlar sem sötruðu bjór og renndu til okkar hýru auga, sem dofnaði aldeilis þegar eftir að við svöruðum þeim því að við værum ekki frá Færeyjum heldur frá Íslandi. Var engu líkara en þeir hefðu átt einhverja leynda drauma um færeyskar konur sem íslenskar gætu aldrei staðið undir. Þetta er eitt af því í lífinu sem við komust aldrei að.

Kíkið á myndirnar. Ef þið viljið. Ég er ekkert að neyða ykkur. Þið ráðið bara. Og kommentið. Hvort sem þið viljið eður ei, kommentið samt.