Rignindardagar í Póllandi
Já, það er sama hvert maður fer, allstaðar er rigning! Þetta er nú meira sumarið. En það er þó allavega hægt að vera berfættur og flíspeysulaust þótt það rigni.
Við höfum sennilega aldrei séð eins mikla rigningu eins og þegar við vorum á leiðinni til Gdansk, komin yfir til Póllands, þá ringdi svo mikið að það var á tímabili eins og maður væri að keyra í hríð því maður sá bara ekki neitt. Alveg hrikalegt. Vegirnir hér eru ekkert til að hrópa húrra yfir, ekki nema þá þegar maður kemst af verstu köflunum. Þá hrópar maður húrra yfir þeim köflum sem eru skárri.
Við erum annars hérna í góðu yfirlæti hjá Asiu (lesist: Asssssjjju) og mömmu hennar og verðum fram á föstudagsmorgun. Þar sem ringdi sem aldrei fyrr í dag, fórum við til Malbork að skoða kastalann sem þar er en hann er bæði geðveikt stór og flottur.
Planið er svo að fara að skoða Gdansk á morgun - ef okkur rignir ekki bara niður í ræsið! Vonum ekki.
Við höfum sennilega aldrei séð eins mikla rigningu eins og þegar við vorum á leiðinni til Gdansk, komin yfir til Póllands, þá ringdi svo mikið að það var á tímabili eins og maður væri að keyra í hríð því maður sá bara ekki neitt. Alveg hrikalegt. Vegirnir hér eru ekkert til að hrópa húrra yfir, ekki nema þá þegar maður kemst af verstu köflunum. Þá hrópar maður húrra yfir þeim köflum sem eru skárri.
Við erum annars hérna í góðu yfirlæti hjá Asiu (lesist: Asssssjjju) og mömmu hennar og verðum fram á föstudagsmorgun. Þar sem ringdi sem aldrei fyrr í dag, fórum við til Malbork að skoða kastalann sem þar er en hann er bæði geðveikt stór og flottur.
Planið er svo að fara að skoða Gdansk á morgun - ef okkur rignir ekki bara niður í ræsið! Vonum ekki.
<< Home