Veðurblogg
Veðrið hér er alveg að fara að verða ömurlegt! Ömurlegt, segi ég og skrifa! Það er alveg hlýtt, það vantar ekki. Fer ekki undir 15 gráður nema rétt yfir blánóttina. En það er búið að rigna meira eða minna síðan 13. júní og núorðið er bara alltaf skúrir, skýjað annaðslagið og ROK. Já, næstum því eins mikið rok og á Hvammstanga! Við erum að verða frekar þreytt á því að geta ekki farið niður á strönd! Við Hinrik Elvar erum það sko, Marek er slétt sama!
Eva, Juha og börn eru að flytja í dag. Palli fór að hjálpa þeim en ég var með Matildu þeirra hér á meðan. Þórunn fékk eitthvað af húsgögnunum þeirra inn í sína íbúð og við fengum skrifborð sem fer inn til Eyþórs. Alltaf svo gott að endurnýta hluti! Við buðum þeim í mat í gærkveldi, í lambalæri og meððí! Hafði bæði kartöflugratín og brúnaðar kartöflur því bæði er gott! Vitiði hvað það er geðveikt gott að setja kasjúhnetur saman við brúnaðar kartöflur - þ.e. að brúna hneturnar með? Það er bara geðveikt gott! Juha átti hugmyndina sem ég auðvitað stal.
Þessi vika er búin að vera alveg frábær. Palli er búinn að vera heima alla vikuna og við erum búin að vera með gesti meira og minna alla vikuna líka. Því miður fer hann aftur að vinna á mánudaginn. Vonandi fer fjandans veðrið að batna svo maður komist á ströndina! Svei mér þá, meira að segja Bryndís (hans Hinna) er brúnni en ég - ég sem er búin að búa í ÚTLÖNDUM í eitt ár ekki hún! Ekki það að hún sé eitthvað mikið brún, ég er bara ekki eini sinni bleik á fótunum! Ætli maður geti verið albinói á fótunum eingöngu?
Annars komst ég að því hvað var um að vera niðri á ströndinni um daginn. Það hafði fundist árabátur með veiðarfærum og það var talið að einhver hefði kannski fallið út út bátnum og því var verið að leita. En ekkert fannst og engin tilkynning barst heldur um týnt fólk svo síðast þegar ég vissi, var ekkert vitað um þennan bát.
Ég talaði í gær við Írisi Dröfn sem var að vinna með mér á Kiðagili. Hún er nýflutt með fjölskyldu sinni til Odense og þar sem ég er með blogg en ekki hún (skil bara ekkert í því) þá bað hún mig um að setja hér inn kveðju til vinnufélaganna á Kiðagili. Hún er líka með íslenskt símanúmer: 4960377.
Eva, Juha og börn eru að flytja í dag. Palli fór að hjálpa þeim en ég var með Matildu þeirra hér á meðan. Þórunn fékk eitthvað af húsgögnunum þeirra inn í sína íbúð og við fengum skrifborð sem fer inn til Eyþórs. Alltaf svo gott að endurnýta hluti! Við buðum þeim í mat í gærkveldi, í lambalæri og meððí! Hafði bæði kartöflugratín og brúnaðar kartöflur því bæði er gott! Vitiði hvað það er geðveikt gott að setja kasjúhnetur saman við brúnaðar kartöflur - þ.e. að brúna hneturnar með? Það er bara geðveikt gott! Juha átti hugmyndina sem ég auðvitað stal.
Þessi vika er búin að vera alveg frábær. Palli er búinn að vera heima alla vikuna og við erum búin að vera með gesti meira og minna alla vikuna líka. Því miður fer hann aftur að vinna á mánudaginn. Vonandi fer fjandans veðrið að batna svo maður komist á ströndina! Svei mér þá, meira að segja Bryndís (hans Hinna) er brúnni en ég - ég sem er búin að búa í ÚTLÖNDUM í eitt ár ekki hún! Ekki það að hún sé eitthvað mikið brún, ég er bara ekki eini sinni bleik á fótunum! Ætli maður geti verið albinói á fótunum eingöngu?
Annars komst ég að því hvað var um að vera niðri á ströndinni um daginn. Það hafði fundist árabátur með veiðarfærum og það var talið að einhver hefði kannski fallið út út bátnum og því var verið að leita. En ekkert fannst og engin tilkynning barst heldur um týnt fólk svo síðast þegar ég vissi, var ekkert vitað um þennan bát.
Ég talaði í gær við Írisi Dröfn sem var að vinna með mér á Kiðagili. Hún er nýflutt með fjölskyldu sinni til Odense og þar sem ég er með blogg en ekki hún (skil bara ekkert í því) þá bað hún mig um að setja hér inn kveðju til vinnufélaganna á Kiðagili. Hún er líka með íslenskt símanúmer: 4960377.
<< Home