STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

miðvikudagur, júlí 25, 2007

Ýmislegt að gerast

Hinrik, Bryndís og Ásdís Iða eru búin að vera hér hjá okkur í tvo daga. Þau voru að leggja af stað áðan til Kaupmannahafnar. Okkur fannst þau vera allt of stutt hjá okkur, hefðum alveg viljað hafa þau í a.m.k. heila viku! Þau voru svo óheppin að fá ekki nógu gott veður hérna, þ.e.a.s. það helliringdi í gær, sem var allt í lagi því við fórum til Þýskalands í verslunarleiðangur en í dag fórum við niður á strönd og þó svo að það hafi verið yfir 20 gráðu hiti þá var skítkalt því það var svo hvasst.

Eitthvað mikið var um að vera niðri á strönd því löggan var á sveimi á mótorbát, herþyrla var líka á sveimi og svo var lögreglan í landi... á sveimi líka. Við vitum ekkert hvað var að gerast en bíðum spennt eftir regionale nyhederne í kvöld!

Fyrir þá sem hafa ekki frétt af því þá er mamma búin að vera á sjúkrahúsi í rúma viku. Hún fékk sýkingu í maga en er öll á batavegi og vonast til að komast aftur heim fyrir helgi.

Þórunn systir og börn eru að flytja hingað til Sønderborgar. Þau komu öll, þ.e. Gunni líka, til Danmerkur á mánudag og ætla að ferðast um í ca 2 vikur en Gunni fer eftir 2 vikur. Þau eru búin að fá íbúð á stúdentagörðunum sem eru beint á móti skólanum mínum en Þórunn er að fara í sama nám og ég er í.

Eva, Juha og dætur eru hinsvegar að flytja frá Sønderborg til Kolding núna um næstu helgi. Það verður leiðinlegt að missa þau af staðnum en á móti kemur enn sterkari ástæða til að bruna til Kolding og skoða Kolding Storcenter sem er víst sæmilega stór verslunarmiðstöð. Á alveg eftir að taka hana út.

óver and át.