STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

miðvikudagur, ágúst 15, 2007

Er haustið bara komið?

Það er sko aldeilis haustlegt í dag. Rigning og þungskýjað. Ef það væri frostlykt í loftinu þá fengi ég á tilfinninguna að ég væri að fara í slátursvinnu eða í réttir! Guð hvað mig langar allt í einu í sviðalappir!!

En það er ekki komið haust enn. Ég held að það sé á milli 15 og 20 gráður núna og trén eru ennþá græn. Allavega grenitréð fyrir utan eldhúsgluggann!

Inga Lena og Hjalti eru farin heim :-( Það verður sko skrítið að hafa þau ekki lengur hér í nágrenninu. Og Eva og Juha eru líka flutt. En Þórunn systir er líka komin og hún fyllir nú eitthvað upp í þetta stóra skarð.

Strákarnir byrjuðu í skólanum í gær. Þeir eru nú ekkert hressir með það, vilja frekar vera heima og hanga í PlayStation! En nú þegar skólinn er byrjaður þá mega þeir það ekki nema um helgar.

Anja hennar Þórunnar er byrjuð á sama leikskóla og Hinrik er á og er voða ánægð þar. Hinrik tilkynnti mér það að hann ætlaði sko ekki að leika við hana - því hún er stelpa. Hann vill sko ekki leika sér við stelpur. En hann leikur sér samt alltaf við Dagnýju Evu í leikskólanum. Hún er sjálfsagt ekki of "bleik" fyrir hann. Ekki það að Anja sé of "bleik", en allur er varinn góður. Alltaf hætta á að smitast af bleiku.

Hér er mynd af Hinrik og Dagnýju Evu sem ég stal af síðu mömmu hennar, henni Dísu. Linkur á síðunna hennar er hér til hægri. Og ef þið smellið HÉR getiði skoðað restina af myndunum af þeim skötuhjúum.