STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

laugardagur, ágúst 25, 2007

"Besti dagurinn" liðinn

Þetta var langur dagur maður! Ég er auðvitað byrjuð í skólanum og það Á FULLU. Bara með heimavinnu og öllu! Aldrei má maður slaka á!

Eftir skóla fórum við strákarnir upp í skóg að hitta aðrar "strákafjölskyldur" þar sem allar mínar vinkonur/kunningjakonur hér eiga aðalega stelpur (tveir strákar þarna innan um í eldri kantinum) og mínir tveir yngri ansi hræddir við að smitast af bleiku sem getur verið stórhættulegt! Það komu þarna 5 mömmur, einn pabbi og ein amma og alveg slatti af strákum og ein stelpa. Mjög skemmtilegt þarna og óvenjulegt að sjá svona mikið af strákum samankomna á einn stað! Maður er vanari að sjá bleikar skottur þarna!

Strax eftir þetta fór ég að kanna áhuga hjá drengjunum mínum um að fara niður í bæ á menningarnótt. Nei, ekki var hann mikill... eiginlega bara frekar lítill! Þeir vildu frekar vera heima í Play Station. Ég gat á endanum ginnt þá út með því að benda þeim á að við gætum athugað hvort það væri tívolí í bænum. Þeir dröttuðust út! Þórunn og Anja komu líka með. Það var heilmikið fjör í bænum, mikið um að vera og heilmikið fólk. Samt vorum við þarna eftir kl. 7. Jæja, strákarnir fengu að prófa ýmislegt svo sem klettaklifur, veggtennis, skotfimi og rodeo (æ, þið vitið svona naut sem snýst í hringi og svona!). Það var hægt að skoða riddara, sverðin þeirra og búninga, skoða höllina, fá kynningu á ýmsum íþróttum, tómstundum og fleiru. Strákarnir skoðuðu slökkviliðsbíla og margt fleira. Marek var svo ánægður að hann sagði á svona hálftímafresti "þetta er bara besti dagurinn minn"! Já, þeir sáu sko ekki eftir því að hafa skellt sér. Við ákváðum strax að við færum líka næsta sumar. Þá færum við fyrr í bæinn og yrðum lengur, þ.e. yrðum á útitónleikunum líka.

Eftir að við komum heim horfðum við á flugeldasýningu - sem var reyndar ekki mikil!
Setti inn fulllllllttt af myndum sem teknar voru í sumar.

Hvað með ykkur; hvað hafið þið verið að gera?