Tónlist og eldingar
Í gær var langþráður dagur loksins kominn. Auðvitað hefði ég átt að skrifa þessa bloggfærslu í gær til að geta sagt "í dag er langþráður dagur runninn upp" en ég er að skrifa þetta í dag og þannig verður það að vera!
Allavega. Í gær var sem sagt langþráður dagur þegar Eyþór Logi fór í fyrsta spilatímann í tónlistarskólanum í Sønderborg. Þetta er þriðja árið í röð sem við sækjum um fyrir hann í tónlistarnám og loksins var komið að því. Það var stoltur bassaeigandi sem gekk inn í tónlistarskólann og fór í fyrsta tímann.
Kennarinn hans heitir Jesper og hann var aldeilis ánægður með að fá Íslending til sín í tíma. Byrjaði á því að hnjóta um nafnið hans en lofaði að hann myndi læra það fljótlega. Hann sagði nefnilega fyrst Æpór. Eyþór var nú ekki á því að heita það! Eftir kynningar á alla bóga spurði Jesper svo hvort við þekktum ekki Þorgils fyrst við værum frá Íslandi. Ég neitaði og sagðist ekkert vilja þekkja þann dúdda... nei, nei, ég sagði það ekki. Sagði bara að Palli þekkti hann! Hann vildi líka vita hvort við þekktum þá ekki Sniglabandið sem er greinilega orðið heimsfrægt! Ég meina, þetta sannar það bara. Allavega pínulítið heimsfrægt.
Eyþór var mjög ángæður með tímann, talaði dönsku eins og ekkert væri við kennarann og er bara spenntur yfir þessu öllu. Hann fór svo að leika sér við bekkjarfélaga sinn eftir tímann, strák sem hann hefur ekki leikið við áður. Ég var voða ánægð með það því þeir tveir tala saman á dönsku. Sá strákur sem hefur komið hingað oftast talar alltaf ensku við hann og eru þeir orðnir svo fastir í því að Eyþóri finnst asnalegt að skipta yfir.
Það var annars hið furðulegasta veður í gær. Það voru þrumur og eldingar í u.þ.b. 3 klukkutíma í gær og það ekkert smá ljósashow! Yfirleitt stendur þetta ekki mjög lengi yfir og maður þarf að bíða stundum dágóða stund eftir eldingunum en ekki í gær. Það var ekki nema örfáar sekúndur á milli eldinga svo það var mjög gaman að horfa á þetta. Annað sem var líka skrítið að það ringdi ekkert á meðan á þessu stóð. Það var ekki fyrr en undir lokin sem kom eins og væri hellt úr fötu.
Ég tók videomynd af þessu sem er HÉR. Það sést amk. ein góð elding. Þórunn tók líka upp video sem er HÉR.
Allavega. Í gær var sem sagt langþráður dagur þegar Eyþór Logi fór í fyrsta spilatímann í tónlistarskólanum í Sønderborg. Þetta er þriðja árið í röð sem við sækjum um fyrir hann í tónlistarnám og loksins var komið að því. Það var stoltur bassaeigandi sem gekk inn í tónlistarskólann og fór í fyrsta tímann.
Kennarinn hans heitir Jesper og hann var aldeilis ánægður með að fá Íslending til sín í tíma. Byrjaði á því að hnjóta um nafnið hans en lofaði að hann myndi læra það fljótlega. Hann sagði nefnilega fyrst Æpór. Eyþór var nú ekki á því að heita það! Eftir kynningar á alla bóga spurði Jesper svo hvort við þekktum ekki Þorgils fyrst við værum frá Íslandi. Ég neitaði og sagðist ekkert vilja þekkja þann dúdda... nei, nei, ég sagði það ekki. Sagði bara að Palli þekkti hann! Hann vildi líka vita hvort við þekktum þá ekki Sniglabandið sem er greinilega orðið heimsfrægt! Ég meina, þetta sannar það bara. Allavega pínulítið heimsfrægt.
Eyþór var mjög ángæður með tímann, talaði dönsku eins og ekkert væri við kennarann og er bara spenntur yfir þessu öllu. Hann fór svo að leika sér við bekkjarfélaga sinn eftir tímann, strák sem hann hefur ekki leikið við áður. Ég var voða ánægð með það því þeir tveir tala saman á dönsku. Sá strákur sem hefur komið hingað oftast talar alltaf ensku við hann og eru þeir orðnir svo fastir í því að Eyþóri finnst asnalegt að skipta yfir.
Það var annars hið furðulegasta veður í gær. Það voru þrumur og eldingar í u.þ.b. 3 klukkutíma í gær og það ekkert smá ljósashow! Yfirleitt stendur þetta ekki mjög lengi yfir og maður þarf að bíða stundum dágóða stund eftir eldingunum en ekki í gær. Það var ekki nema örfáar sekúndur á milli eldinga svo það var mjög gaman að horfa á þetta. Annað sem var líka skrítið að það ringdi ekkert á meðan á þessu stóð. Það var ekki fyrr en undir lokin sem kom eins og væri hellt úr fötu.
Ég tók videomynd af þessu sem er HÉR. Það sést amk. ein góð elding. Þórunn tók líka upp video sem er HÉR.
<< Home