STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

sunnudagur, ágúst 19, 2007

Stórafmæli Siggu frænku

Sigga Harpa frænka á afmæli í dag. Stórafmæli meira að segja. Til hamingju með það Sigga mín. Af þessu tilefni voru bakaðar pönnukökur, brúnterta og rabarbarapæ à la Óla sem var borið fram með þeyttum rjóma. Þórunn og börn komu í veisluna sem og Hafdís, Leifur og börn. Ísak sonur þeirra átti líka afmæli svo hann fékk að heyra afmælissönginn. Hálf hallærislegt líka að syngja "hún á afmæl'hún Sigga..." svona þegar hún var hvergi nærri. Svo, takk Ísak fyrir að leyfa okkur að syngja fyrir þig - og til hamingju aftur með árin 14. Já, þetta var alveg frábær afmælisveisla með jafn frábærum gestum - takk öllsömul fyrir komuna.

Annars er það til frásagnar að ég, húsfreyjan, fór á loppumarkað í morgun. Við erum búin að eignast nýja nágranna(Sólrúnu, Garðar og dætur) sem eru frá Egilsstöðum. Sólrún hafði séð fiðluna mína flottu og dauðlangaði í eina slíka svo ég keyrði hana á staðinn þar sem ég hafði keypt mína. Þar hafði nú aldeilis bæst við frá því síðast og fann hún litla, flotta kommóðu sem hún keypti á 400 en við náðum að prútta niður úr 650 krónur.

Hana leist ekkert á fiðlurnar tvær sem voru þarna til, báðar voru mjög ljósar og önnur þeirra var of dýr. Þá fiðlu dauðlangar mig í! Hún er í harðri tösku og virðist vera í góðu lagi, vantar bara nýja strengi og stillingu! Og það fylgja meira að segja tveir bogar með. Ég spurði konuna þarna hvort þau fengju oft fiðlur þangað en hún sagði nei, og benti okkur á þessar tvær. Ég sagði henni að sú í töskunni væri of dýr - átti að kosta 1400 kr eða tæplega 17.000 ísk. Hún hugasði sig aðeins um og sagði að við gætum fengið hana á 800 krónur! Vá, hvað ég slefaði við þetta. Varð að sitja á mér og hugsaði "vonandi kaupir hana enginn". En það er nú ALLS EKKI eins og mig VANTI eina fiðlu enn - á tvær! Meiri dellan alltaf í manni!

En annars erum við Palli að safna gömlum hljóðfærum til að hengja upp á vegg. Eigum heil tvö eins og er en ég sá þarna á sama stað mandolin banjó sem kostaði nú ekki mikið, 400 kr eða svo. Aldrei að vita nema maður næði að prútta niður í 200 - svona einhverntíman!