Kominn heim!
Já, ég held þið vitið um hvern ég er að tala! Það er rétt; skápurinn minn... ehemm OKKAR, er kominn heim og inn í stofu. Og þvílíkt sem hann var ógeðslegur maður! Vá! Þ.e.a.s. hann er auðvitað ógeðslega flottur en hann var svo hrikalega illa farinn af raka. Mikið af myglu á honum - í öllum litum nema rauð. Mest var af hvítri myglu.
En svona lítur hann út núna, inni í stofu. Það er búið að þrífa hann - reyndar ekki rúðurnar á þessari mynd - en það á eftir að olíubera hann.
Nokkuð flottur, er það ekki?
Takk Garðar, Steini og maðurinn sem var með Steina fyrir að hjálpa okkur að flytja hann og bera hann upp.
Strax eftir að skápurinn var kominn fórum við á haustfagnað hjá Íslendingafélaginu. Þar var grillað og leikir fyrir börnin. Fullt af fólki og mjög gaman. Ekki líka á hverjum degi sem maður fer eitthvert og strákarnir fara á fullt í leiki um leið!
Í kvöld verður svo meira fjör fyrir fullorðna fólkið og ætla ég að rölta... já nei, ég fer víst á bílnum því Palli rölti áðan... yfir á (eða niður eftir, eða eitthvað) Loftið þar sem íslendingafélagið hefur aðstöðu. Það er bara í þarnæstu götu við okkur. Palli verður eitthvað örlítið að spila í kvöld, og ekki vil ég nú missa af því. Hef ekki séð hann spila opinberlega í... hmmm... rúmt ár held ég bara!
Góða skemmtun til okkar!
En svona lítur hann út núna, inni í stofu. Það er búið að þrífa hann - reyndar ekki rúðurnar á þessari mynd - en það á eftir að olíubera hann.
Nokkuð flottur, er það ekki?
Takk Garðar, Steini og maðurinn sem var með Steina fyrir að hjálpa okkur að flytja hann og bera hann upp.
Strax eftir að skápurinn var kominn fórum við á haustfagnað hjá Íslendingafélaginu. Þar var grillað og leikir fyrir börnin. Fullt af fólki og mjög gaman. Ekki líka á hverjum degi sem maður fer eitthvert og strákarnir fara á fullt í leiki um leið!
Í kvöld verður svo meira fjör fyrir fullorðna fólkið og ætla ég að rölta... já nei, ég fer víst á bílnum því Palli rölti áðan... yfir á (eða niður eftir, eða eitthvað) Loftið þar sem íslendingafélagið hefur aðstöðu. Það er bara í þarnæstu götu við okkur. Palli verður eitthvað örlítið að spila í kvöld, og ekki vil ég nú missa af því. Hef ekki séð hann spila opinberlega í... hmmm... rúmt ár held ég bara!
Góða skemmtun til okkar!
<< Home