Fúsaterta
Vegna gífurlegrar eftirspurnar - frá Evu Björk - þá hef ég ákveðið að uppljóstra uppskriftinni upphátt (Hahahaha) af brúntertunni sem ég baka við hvaða tækifæri sem gefst. Hún er annars kölluð Fúsaterta í minni fjölskyldu því mamma fékk uppskriftina hjá vinkonu sinni sem á mann sem er kallaður Fúsi og sjálfsagt hefur honum þótt kakan góð. Við skulum bara gera fastlega ráð fyrir því.
125 gr. smjörlíki
300 gr. sykur
2 egg ---------- hræra þetta þrennt VEL saman
250 gr. hveiti
1 tsk ger
1/2 tsk natron
1 tsk salt
4 msk kakó
2 1/2 dl mjólk
Bakað í 2 formum í 40 mín við 175, eða í einu smelluformi í aðeins lengri tíma (þar til hún er tilbúin) eða tvöföld uppskrift í skúffu, bakað þartil tilbúin.
_______________________________________________
Viðbót:
Hafdísarkrem:
Slatti af flórsykri
Dass af kakói,
tssssss af vatni
öllu hrært saman, smakkað til og smurt svo ríkulega á tertuna.
_____________________________________________
Svo einfalt er það nú!
Það sem er framundan hjá okkur; Sækja skápdjásnið á laugardaginn. Fara svo 2x á haustfagnað hjá íslendingafélaginu á laugardaginn, fyrst grill um daginn svo skemmtun um kvöldið. Grillveisla í skólanum á morgun. Var ég búin að minnast á að skápurinn verðmæti verður sóttur á laugardaginn? Æi, kannski maður kíki örstutt inn í antíkbúðina fyrst maður verður á staðnum á annað borð! Ég veit það ekki, en mér finnst einhvern veginn ég vera með antík og "flær" á heilanum! Ætli þetta sé ólæknanlegt? Ætli ég þurfi í nálastungumeðferð eða kannski í dáleiðslu? Skyldi ég vera með þráhyggju? Nei! við getum strax svarað þeirri spurningu neitandi! Breytum um umræðuefni... hvað er að frétta af mömmum ykkar???
125 gr. smjörlíki
300 gr. sykur
2 egg ---------- hræra þetta þrennt VEL saman
250 gr. hveiti
1 tsk ger
1/2 tsk natron
1 tsk salt
4 msk kakó
2 1/2 dl mjólk
Bakað í 2 formum í 40 mín við 175, eða í einu smelluformi í aðeins lengri tíma (þar til hún er tilbúin) eða tvöföld uppskrift í skúffu, bakað þartil tilbúin.
_______________________________________________
Viðbót:
Hafdísarkrem:
Slatti af flórsykri
Dass af kakói,
tssssss af vatni
öllu hrært saman, smakkað til og smurt svo ríkulega á tertuna.
_____________________________________________
Svo einfalt er það nú!
Það sem er framundan hjá okkur; Sækja skápdjásnið á laugardaginn. Fara svo 2x á haustfagnað hjá íslendingafélaginu á laugardaginn, fyrst grill um daginn svo skemmtun um kvöldið. Grillveisla í skólanum á morgun. Var ég búin að minnast á að skápurinn verðmæti verður sóttur á laugardaginn? Æi, kannski maður kíki örstutt inn í antíkbúðina fyrst maður verður á staðnum á annað borð! Ég veit það ekki, en mér finnst einhvern veginn ég vera með antík og "flær" á heilanum! Ætli þetta sé ólæknanlegt? Ætli ég þurfi í nálastungumeðferð eða kannski í dáleiðslu? Skyldi ég vera með þráhyggju? Nei! við getum strax svarað þeirri spurningu neitandi! Breytum um umræðuefni... hvað er að frétta af mömmum ykkar???
<< Home