STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

sunnudagur, september 02, 2007

Antíkgóss og aðrir gullmolar

Já, eins og ég bloggaði í gær þá hafði ég hug á að kíkja aftur í antíkbúðina til að tékka aðeins á stofuskápnum. Við fórum þrjár skutlur í morgun; ég, Dísa og Sólrún. Ætluðum bara að vera örstutt!

Vá, hvað skápurinn var miklu flottari en mig minnti. Hér er smá mynd sem ég tók af honum í símanum mínum. Guði sé lof fyrir gaurinn (eða gelluna) sem fann upp myndavélasíma!!
Smellið á myndina til að sjá hana stærri. Myndin sýnir bara efri hlutann en það var svo hrikalega þröngt þarna að það var ekki hægt að taka mynd af honum öllum í einu. Skápurinn verður svo sóttur á laugardaginn og tekur bara við að skrúbba og þvo og þrífa enn betur!
Ég tók fleiri myndir þarna. Eiginlega bara af öllu dótinu, maður átti ekki til orð yfir allt það sem var til þarna - og af öllu magninu af köngulóarvef sem var þarna!

Við fórum amk 4 umferðir um allt og alltaf gátum við séð eitthvað hrikalega flott. Verst fannst mér allar ferlega flottu myndirnar sem voru þarna, á 50% afslætti, og ég ekki með nægilega stórt húsnæði fyrir þær allar! Stelpurnar keyptu sér alveg ýmislegt; myndir, kertastjaka, ljósakrónu, skálar, talnaband og margt fleira.

Á leiðinni heim komum við á tveimur öðrum loppumörkuðum. Aldrei að sleppa úr loppu!
Við vorum ekki komnar heim fyrr en kl. 14:30 - eða næstum 4 tímum eftir að við fórum um morguninn! Svona á að eyða degi!