STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

þriðjudagur, september 11, 2007

Í dag er 11 september.

Manst þú hvar þú varst þegar flugvélarnar flugu á tvíburaturnana í New York?

Jón á Ósi, Gulli á Söndum, Steini á Reykjum og ég vorum allir á Arnarvatnsheiðinni á einhverju holti sem ég man ekkert hvað heitir. Þar vorum við í vegagerð en vorum stopp vegna þess að það þurfti að gera eitthvað við skurðgröfuna hans Gulla. Við vorum allir úti við, það var engin vél eða mótor í gangi en útvarpið í einum traktornum var í gangi og sæmilega hátt stillt. Svo heyrum við þegar Magnús R. Einarsson, mublan á Rás 2 "rýfur" útsendingu til að koma á framfæri þeim skilaboðum að farþegaflugvél hafi flogið á annan turninn. Jón var sá fyrsti af okkur sem sagði eitthvað um þetta en það var: "Sannið þið til strákar, þetta er ekki óhapp. Þetta er mjög líklega hryðjuverk, að eftir smá stund þá kemur önnur vél og flýgur á hinn turninn".
Við hinir fórum að hlægja að honum og gerðum grín að þessari vitleysu í honum. En hann stóð fastur á þessu.... sem reyndist svo rétt. Ca 10 mínútum seinna kom svo hin vélin á hinn turninn. Ótrúlegt.

Palli.