Kleinubakstur án eftirlits
Við Regína bökuðum kleinur í gær - alveg einar og án alls eftirlits tengdamóður minnar. Hún var þó "innan seilingar" því við urðum auðvitað að senda henni sms þegar í ljós kom að sú uppskrift sem við vorum með var alveg ómöguleg. Regína var nefnilega með Lóu uppskrift en týndi henni, eða lagði hana frá sér á vitlausan stað og fann hana ekki aftur. Við notuðum því uppskrift úr Matreiðslubók Helgu Sigurðar. Bók sem er nauðsynleg á hverju heimili. Kannski ekki í Asíu... eða Afríku. Jah, nú þegar ég spái í það, þá er þetta eiginlega ekkert nauðsynleg eign á heimsmælikvarða!
Allavega, sú kleinuuppskrift var alls ekki nógu góð. Minnti mig bara á dönsku kleinurnar rétt fyrir jólin. Svo tengdó fékk sms sem hún svaraði um hæl, enda snögg að pikka inn, og við gerðum aðra uppskrift. Sú varð MIKLU betri - og ekki skemmdi nú að ég skellti slatta af kúmeni, svona þegar Regína sneri í mig baki.
Við enduðum á að hnoða 3 uppskriftir, ein HelgaSigurðar, hálf LóaMeðKúmeni og ein bara Lóa. Samtals tæplega 5 kíló.
Það var annars alveg dásamlegt veður á sunnudaginn og sem betur fer er Regína með garð og pall og nóg af stólum til að hvíla lúin bein á milli þess sem við hnoðuðum og snérum og steiktum.
Það er fyrirhuguð ferð til Póllands eftir tæplega mánuð með nokkrum hressum konum héðan úr sveitinni. Við ætlum til Szczecin sem er stæðsta borg í Póllandi sem styðst er í. Skilduð þið þetta. Þetta var ekkert smá erfið setning í fæðingu!
Þetta verður allavega alveg geðveik ferð. Það er ekki spurning!
Jæja, hef þetta bara stutt blogg að sinni. Ble
Allavega, sú kleinuuppskrift var alls ekki nógu góð. Minnti mig bara á dönsku kleinurnar rétt fyrir jólin. Svo tengdó fékk sms sem hún svaraði um hæl, enda snögg að pikka inn, og við gerðum aðra uppskrift. Sú varð MIKLU betri - og ekki skemmdi nú að ég skellti slatta af kúmeni, svona þegar Regína sneri í mig baki.
Við enduðum á að hnoða 3 uppskriftir, ein HelgaSigurðar, hálf LóaMeðKúmeni og ein bara Lóa. Samtals tæplega 5 kíló.
Það var annars alveg dásamlegt veður á sunnudaginn og sem betur fer er Regína með garð og pall og nóg af stólum til að hvíla lúin bein á milli þess sem við hnoðuðum og snérum og steiktum.
Það er fyrirhuguð ferð til Póllands eftir tæplega mánuð með nokkrum hressum konum héðan úr sveitinni. Við ætlum til Szczecin sem er stæðsta borg í Póllandi sem styðst er í. Skilduð þið þetta. Þetta var ekkert smá erfið setning í fæðingu!
Þetta verður allavega alveg geðveik ferð. Það er ekki spurning!
Jæja, hef þetta bara stutt blogg að sinni. Ble
<< Home