Dagur eitt í einsemd og barnleysi.
Palli og strákarnir fóru til Íslands í gærkveldi (ha? var ekki búið að segja ykkur það?)
Ég vaknaði í morgun heima hjá Evu og Juha. Gisti þar í nótt eftir mjög skemmtilega kvöldstund með Evu. Eftir um hádegi fórum við út með stelpurnar. Og Juha.
Var orðin spennt yfir að komast heim og njóta þess að vera alein. Tók Dagnýju Evu með mér, en hún hafði gist hjá Evu.
Var komin heim rétt fyrir kl. 5. Hafði komið við í sjoppu og keypt Pepsi Max og snakk.
Umm... gott að vera alein heima.
Kveikti strax á tölvunni, símanum og sjónvarpinu.
Þetta nauðsynlega komið þá í gang.
Eftir að hafa tékkað á pósti, hringt í Palla og mömmu, settist ég fyrir framan sjónvarpið.
Vá, hvað ég ætla að horfa á mikið sjónvarp.
Byrjaði á að horfa á Survivor - 1. seríuna.
Horfði á einn þátt.
Langaði svo til að taka eina kjaftatörn í símanum.
Hringdi í Guðfinnu. Hún var ekki heima.
Horfði þá á Americas Next Top Model. Góðir þættir.
Þórunn hringdi. ANTM sett á pásu. Gott að geta pásað.
Eftir símtal, þátturinn kláraður.
Datt í hug að spjalla við Sæu. Sæa ekki heima.
Hmm... hvað á ég nú að horfa á?
Jæja. Survivor 1. seria, 2. þáttur.
Snakkið búið. Pepsíið langt komið.
Æ, hvað á ég nú að gera? Best að klára þáttinn.
Komið miðnætti. Kannski best að fara að sofa. Alein!
Og svo vakna ég alein á morgun og fer alein út.
Úff... þetta er farið að hljóma einmannalegt og niðurdregið.
6 dagar þartil Palli og strákarnir koma heim! :-)
Ég vaknaði í morgun heima hjá Evu og Juha. Gisti þar í nótt eftir mjög skemmtilega kvöldstund með Evu. Eftir um hádegi fórum við út með stelpurnar. Og Juha.
Var orðin spennt yfir að komast heim og njóta þess að vera alein. Tók Dagnýju Evu með mér, en hún hafði gist hjá Evu.
Var komin heim rétt fyrir kl. 5. Hafði komið við í sjoppu og keypt Pepsi Max og snakk.
Umm... gott að vera alein heima.
Kveikti strax á tölvunni, símanum og sjónvarpinu.
Þetta nauðsynlega komið þá í gang.
Eftir að hafa tékkað á pósti, hringt í Palla og mömmu, settist ég fyrir framan sjónvarpið.
Vá, hvað ég ætla að horfa á mikið sjónvarp.
Byrjaði á að horfa á Survivor - 1. seríuna.
Horfði á einn þátt.
Langaði svo til að taka eina kjaftatörn í símanum.
Hringdi í Guðfinnu. Hún var ekki heima.
Horfði þá á Americas Next Top Model. Góðir þættir.
Þórunn hringdi. ANTM sett á pásu. Gott að geta pásað.
Eftir símtal, þátturinn kláraður.
Datt í hug að spjalla við Sæu. Sæa ekki heima.
Hmm... hvað á ég nú að horfa á?
Jæja. Survivor 1. seria, 2. þáttur.
Snakkið búið. Pepsíið langt komið.
Æ, hvað á ég nú að gera? Best að klára þáttinn.
Komið miðnætti. Kannski best að fara að sofa. Alein!
Og svo vakna ég alein á morgun og fer alein út.
Úff... þetta er farið að hljóma einmannalegt og niðurdregið.
6 dagar þartil Palli og strákarnir koma heim! :-)
<< Home