Nú kemur að því...
Það er komið að bloggi.
Það er komið að alvöru bloggi.
Það er komið að KARLABLOGGI.
Já ágætu aðdáendur og lesendur. Það er sem sagt komið að því að húsbóndinn á heimilinu láti til skarar skríða og þó fyrr hebbði verið og hendi frá sér ófáum línum.
Verður hér drepið á þeim helstu atburðum sem eiga sér stað í lífi íslendinga í Danmörku og því sem kemur væntanlega til með að eiga sér stað í lífi íslendinga í Danmörku í heimsókn á Íslandi.
Það er best að byrja upptalninguna á húsfreyjunni. 1.
Þá er komið að húsbóndanum en hann, ásamt drengjunum þremur, er á leiðinni til Íslands þann 13. október. Flogið verður frá Billund, sem er í um 1,5 klst fjarlægð frá Sønderborg sé ekið á löglegum hraða (80 km/klst á "sveitavegum" og 110-130 km/klst á hraðbrautum). Brottför er klukkan 21:20 og lending um klukkan 22:20 í Keflaveík. Báðir tímarnir eru gebbnir upp í staðartímum.
Þegar lent er í Keflavík verður HLAUPIÐ eins og fætur toga að töskusal flugstöðvarinnar. Þar verður beðið eftir töskunum og um leið og þær eru komnar í réttar hendur verður hlaupið út úr byggingunni og út í norðanáttina og súldina sem vonandi verða báðar á staðnum til að taka á móti.
Þar á eftir verður hlaupið inn í bíl ástkærrar tengdamóður minnar úr helv.... norðanáttinni og súldinni.
Þessu næst verður ekið sem leið liggur til Hafnarfjarðar til Hinriks og Bryndísar sem búa að Daggarvöllum. Þar verður hent inn tveimur lítrum af eðaljógúrti úr Aldi sem er fjölþjóðaverslun er teygir anga sína út um alla Evrópu.... nema til Íslands.
Þar á eftir verður brunað norður á Laugarbakka til Ömmu Ásu og Þráins afa (drengjanna).
Á sunnudaginn er svo planað að fara í hádegisverðarboð á Hvammstanga OG í kaffi/kakó/mjólkur og kökuboð, einnig á Hvammstanga.
Dagskrá nánar auglýst síðar.
Þeir sem vilja ná í mig á Íslandi er benta á gamla góða símanúmerið mitt sem er og hefur lengi verið 8979983
Takk að sinni og góðar stundir.
Kveðja,
Palli.
Það er komið að alvöru bloggi.
Það er komið að KARLABLOGGI.
Já ágætu aðdáendur og lesendur. Það er sem sagt komið að því að húsbóndinn á heimilinu láti til skarar skríða og þó fyrr hebbði verið og hendi frá sér ófáum línum.
Verður hér drepið á þeim helstu atburðum sem eiga sér stað í lífi íslendinga í Danmörku og því sem kemur væntanlega til með að eiga sér stað í lífi íslendinga í Danmörku í heimsókn á Íslandi.
Það er best að byrja upptalninguna á húsfreyjunni. 1.
Þá er komið að húsbóndanum en hann, ásamt drengjunum þremur, er á leiðinni til Íslands þann 13. október. Flogið verður frá Billund, sem er í um 1,5 klst fjarlægð frá Sønderborg sé ekið á löglegum hraða (80 km/klst á "sveitavegum" og 110-130 km/klst á hraðbrautum). Brottför er klukkan 21:20 og lending um klukkan 22:20 í Keflaveík. Báðir tímarnir eru gebbnir upp í staðartímum.
Þegar lent er í Keflavík verður HLAUPIÐ eins og fætur toga að töskusal flugstöðvarinnar. Þar verður beðið eftir töskunum og um leið og þær eru komnar í réttar hendur verður hlaupið út úr byggingunni og út í norðanáttina og súldina sem vonandi verða báðar á staðnum til að taka á móti.
Þar á eftir verður hlaupið inn í bíl ástkærrar tengdamóður minnar úr helv.... norðanáttinni og súldinni.
Þessu næst verður ekið sem leið liggur til Hafnarfjarðar til Hinriks og Bryndísar sem búa að Daggarvöllum. Þar verður hent inn tveimur lítrum af eðaljógúrti úr Aldi sem er fjölþjóðaverslun er teygir anga sína út um alla Evrópu.... nema til Íslands.
Þar á eftir verður brunað norður á Laugarbakka til Ömmu Ásu og Þráins afa (drengjanna).
Á sunnudaginn er svo planað að fara í hádegisverðarboð á Hvammstanga OG í kaffi/kakó/mjólkur og kökuboð, einnig á Hvammstanga.
Dagskrá nánar auglýst síðar.
Þeir sem vilja ná í mig á Íslandi er benta á gamla góða símanúmerið mitt sem er og hefur lengi verið 8979983
Takk að sinni og góðar stundir.
Kveðja,
Palli.
<< Home