STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

þriðjudagur, janúar 29, 2008

Þorrablótið búið

Gummi
Já það gekk alveg hreint ágætlega. Fínasta blót bara. Enda góð hljómsveit sem hélt uppi fjöri á ballinu. Maturinn var líka mjög góður enda frá Norðlenska!

Ég hef bara ekki dansað eins mikið og ég gerði í örugglega einhver tvö ár! Svei mér þá. Ef það er þá ekki lengra síðan!
Það er annars hægt að skoða myndir frá blótinu með því að smella á linkinn til hægri.

Við mamma fórum svo í antík- og flóamarkaðsleiðangur á sunnudaginn. Maður endurnærðist gersamlega og veitti nú ekki af því ég var bæði dauðþreytt og öll lurkum lamin eftir þorrablótið. Ég verslaði eina styttu
sem er eins og þessi hér á myndinni. Bara aðeins minni, þ.e.a.s. mín er ca 30 sentímetrar. Mér finnst hún ferlega flott og á hún eftir að sóma sér vel í gluggakistunni inni í stofu.

Ætli maður geti sótt um antíkkaupastyrk frá ríkinu? Mig vantar svoleiðis. Sætti mig líka alveg við styrk til flóamarkaðsviðskipta.

Helga, væntanlegur styrkþegi.