Hver vill PÖNNUKLESSUR?
Það er ekki þegar gott mamman á heimilinu (eða sá aðili sem hefur mestu reynsluna í pönnukökubakstri) verður veik. Það sýndi sig best þegar ég tók upp á því að steikja pönnukökur nú í dag. Helga liggur sem sagt í bælinu með hita og ég fékk þá klikkuðu hugmynd að ráðast í pönnukökugerð. Á myndinn sést árangurinn: Ekki góður. Ég tek fram að pönnukakan sem myndin sýnir er reyndar sú lakasta. Hinar heppnuðust sæmilega nema að það er full mikið "ástarbragð" af þeim; aðeins of mikið steiktar sumar. (Einfaldlega brunabragð)
Ég ætla að láta þetta gott heita af hveskonar bakstri... allavega þangað til ég verð stór.
Kveðja,
Palli.
<< Home