STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

miðvikudagur, desember 26, 2007

Annar í jólum

Voðalega er tíminn fljótur að líða! Ég sem ætlaði að gera svo margt um jólin, bjóða fólki í heimsókn, hvetja Eyþór til að fara að leika við vini sína áður en hann fer til Íslands, læra alveg heilmikið... og svo frv.

Eyþór fer heim á morgun, hann hefur ekkert farið að leika við aðra. Ég fór aðeins upp í skóla í dag... lærði aðeins. Hef ekki boðið sálu til okkar...

En sem betur fer er þetta ekki alveg búið. Ég fylgi Eyþóri til Kaupmannahafnar á morgun og við förum bara með lest. Ég var reyndar algerlega úti að aka þegar ég pantaði lestarmiðana því það var algerlega fastskrifað í kollinum á mér að hann færi þann 28. Svo ég pantaði lestarmiða fyrir þann dag. Sem betur fer tékkaði ég á dagsetningunni á öllum miðunum (flugmiðanum líka) og sá að þetta voru alls ekki sömu dagarnir svo ég gat pantað nýja miða og fæ hina endurgreidda að hálfu! Hefði auðvitað getað farið í lestarferð fram og til baka þann 28. líka. Bara svona til að skemmta mér!

Annars hafa jólin verið alveg yndisleg. Maturinn var hrikalega góður sem skemmir nú ekki fyrir. Hinrik var alger brandari því hann misskildi eitthvað varðandi þetta allt. Málið var að Marek las á pakkana og hann fékk því ansi oft "Takk Marek minn" frá Hinrik og oftar en ekki fylgdi rembingskoss í kjölfarið. Eyþór hafði teiknað fjársjóðskort fyrir þá hina tvo og lét þá leita að sínum pökkum frá honum. Marek grætti svo pabba sinn þegar hann las á merkimiða frá Ingunni og Heimi þar sem stóð "takk fyrir spilamennskuna" en þetta langa orð stóð svo í honum að hann ætlaði aldrei að getað lesið það. Á meðan grenjaði Palli af hlátri - hljóðlega! Eyþór dansaði um af gleði þegar hann fékk samlokugrill í jólagjöf og fullyrti að hann hefði sko fengið bestu gjöfina!
Við Palli fengum met í DVD myndum; 8 stykki talsins sem þýðir að við neyðumst til að kaupa okkur DVD spilara fljótlega :-)

Og svo fengum við Palli sitthvora bókina. Takk tengdó! :-)

Myndir frá þessu kvöldi fara svo að koma inn.

Mojn, Helga