STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

mánudagur, desember 24, 2007

Gleðileg Jól

Já, jólin komu bara þó svo ég væri ekki búin að skúra! Alveg ótrúlegt!

Þessi jól verðum við með mikið af kertaljósum svo maður sjái ekki óskúruðu gólfin eða fatahrúguna sem á eftir að þvo.

Þetta eiga eftir að verða góð jól, enda síðustu jólin okkar hér í Danmörku... ekki það að ÉG sé farin að telja niður. Það verður hamborgarhryggur í matinn, möndlugrautur á eftir og hangikjöt á morgun. Við eigum svo góða nágranna (Sólrúnu og Garðar) sem ætla að koma á eftir með laufabrauð handa okkur. Í staðinn gefum við þeim slatta af hrísgrjónasalati til að hafa með hamborgarhryggnum! Frábær skipti.

Palli er veikur, hann vaknaði með bullandi hita og hausverk í gær og var rúmliggjandi allan gærdag. Sama dag bakaði ég mömmukökur og um það leyti sem ég var að setja kremið á þær gat hann skriðið fram til að smakka. Nei, nei smá ýkt, en hljómaði samt vel.

Ég fór með strákana í kakóboð heim til Eddu Selmu og Sighvats í morgun. Það var hrikalega huggulegt! Þegar við fórum út þá var hvítt hrím yfir öllu og strákarnir, þessir yngri, hrópuðu upp yfir sig; Loksins snjóaði í Danmörku!!


Hey, man eftir einu; karlinn á fyrstu hæðinni - þessi með sterka Valdarássvipinn (hann hlýtur að vera skyldur Helga heitnum frá Valdarási) talaði við Palla hérna við póstkassana og bað okkur um að láta sig frá íslensk frímerki. Við fáum náttúrlega bara 80 krónu frímerki fyrir þessi jól og allur annar póstur er bara með stimpli. Svo ef það er einhver sem nennir að klippa frímerkin af umslögunum og senda okkur þá yrði það æði!

Við óskum ykkur Gleðilegra jóla!
Helga.