STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

föstudagur, desember 14, 2007

Lífið er dásamlegt

... eins og hann Gústi Jak segir alltaf.

Palli kominn heim. Ég er upptekin við að leyfa honum að bera alla ábyrgð á heimilinu (lesist; ég er upptekin við að slappa af!)
Við förum öll til Flensborgar á morgun - já minnir mig á að ég verð að muna eftir öllum vegabréfunum! Matilda hennar Evu Bjarkar heldur upp á afmælið sitt þar í einhverju ævintýralandi og við foreldrarnir getum vafrað stefnulaust um miðbæinn á meðan. Ef við finnum þá bílastæði! Það er yndislegt að fara á göngugötuna í Flensborg í desember. Gatan er bókstaflega full af fólki, það eru sölubásar um allt, mjög margir þeirra eru með jólaglögg og eitthvað annað sem ilmar dásamlega. Svo er hægt að kaupa ristaðar hnetur - sem ilma líka dásamlega. Ég fer full væntinga um að finna jólaskapið þar!

Helga