STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

fimmtudagur, nóvember 29, 2007

Ekkert jólastress hér

Vitiði hvað ég elska? Nei, ég skal bara segja ykkur það. Ég ELSKA þrifkonuna mína. Það er algerlega platónsk ást, en ég hlakka til í hverri viku að hún komin hingað heim og skúri fyrir mig. Það er fátt eins ánægjulegt eins og að koma heim til sín og heimilið er hreint og tiltekið og maður átti svo lítinn þátt í því. Kristín, takk fyrir að skúra hjá mér. Þú ert yndisleg!

Ég nefnilega elska Kristínu jafn mikið og ég hata heimilisstörf. Og það er nú ansi mikið. Verst að við getum ekki átt hana.

Palli minn, ferðu nú ekki að koma heim?

Annars er lífið allt að flækjast þessa dagana, fyrir grasekkjur. Það er nefnilega svo mikið um að vera í skólum, jólaföndur hér, ljósahátið þar, Hinrik að gista í leikskólanum, Hinrik að "fara út að borða" í leikskólanum, Marek að ákveða hvort hann eigi að taka þátt í Lúsíuhátíð í skólanum. Fundur í nestismálanefndinni, sem ég er í, í leikskólanum. Mamma og Halldóra að koma á sunnudaginn í örfáa klukkutíma. Allt of fáa. Hinrik í barnaskoðun í fyrramálið, Eyþór þarf að fara í klippingu. Svo þarf að klára jólagjafakaup, jólakortagerð, baka örlítið... best að geyma það aðeins! Muna eftir að skutla Eyþóri í tónlistarskóla á mánudögum, hinum strax á eftir í leikfimi, Marek á sundnámskeið á miðvikudögum. Fundur í þorrablótsnefnd, jólaglögg hjá Ann og Gísla á sunnudagskvöld. Namm jólaglögg... sem minnir mig á það að um daginn... síðustu viku eða einhverntímann, hver er svosem að telja dagana, þá var s.s. jólaföndur í leikskólanum og við fórum auðvitað öll. Haldið ekki að þar hafi verið á boðstólnum jólaglögg fyrir FULLORÐNA fólkið. Já alvöru jólaglögg með ÖLLU. Ef leikskólar eru eitthvað að kvarta yfir áhugaleysi foreldranna í sambandi við svona viðburði þá er þetta einmitt lausnin; áfengi á boðstólnum fyrir þreytta foreldra. Jiii hvað það trekkir að! Ha?

En allavega, mitt í öllu amstrinu erum við í verkefnavinnu í skólanum. Við erum að hanna forrit fyrir flugmiðabókanir. Mjög skemmtilegt.

Já, það er mikið að gera á sumum heimilum í Danmörku. Ansi hreint mikið.... skál bara!