STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

þriðjudagur, desember 04, 2007

Mikið að gerast

Síðasta helgi var ansi hreint annasöm og skemmtileg svo ekki sé meira sagt. Við byrjuðum á að fara niður í bæ að sjá kveikt á jólatrénu á föstudaginn. Strax á eftir fór Hinrik upp í leikskóla með dýnu og svefnpoka því hann ætlaði að gista þar ásamt hinum krökkunum á deildinni og kennurunum þar. Síðan var bara hyggekvöld hjá okkur Eyþóri og Marek.

Við mættum svo upp í leikskóla snemma á laugardagsmorgun til að sækja Hinrik og borða morgunmat með honum þar. Það var frábært. Hann var mjög ánægður með gistinguna enda fékk hann að sofa við hliðina á Tine leikskólakennara sem hann elskar! Hann verður allur mjúkur í framan þegar hann talar um hana. Það er svo fyndið.

Brunað var til Þýskalands á laugardaginn til að versla smá inn. Guð hvað ein stutt verslunarferð getur tekið hrikalega langan tíma!

Á sunnudaginn brunaði ég svo til Billund. Fór í morgunmat til Fanneyjar og Ágústar - þetta er farið að líta út eins og ég keyri hist og her bara til að snappa mér fríum morgunmat! En takk þið tvö, það var frábært að hitta ykkur og það var eins og mig grunaði, þetta var eiginlega allt of stuttur tími!

En ástæðan fyrir því að ég keyrði alla leið til Billund er sú að ég var að sækja mömmu og Halldóru sem ferðuðust alla leið til Sønderborgar frá Kaupmannahöfn bara til að hitta okkur í 6 klukkutíma! Það var YNDISLEGT að fá þær og þar var líka allt of stuttur tími! Marek hafði haft orð á því áður en þær komu að hann skildi bara ekkert í þeim að koma í svona stuttan tíma. Honum fannst 3 dagar vera við hæfi. En okkur fannst frábært að fá þær báðar!

Palli kemur heim eftir viku. Það eru 7 dagar, u.þ.b. 164 tímar! Húrra!