Allt í gúddí á þessum vígstöðvum
Það er lítið að frétta...
Eftir kaffihúsið var farið út úr mollinu í C&A og svo á göngugötuna og þá fór nú að síga á þolinmæðina hjá honum Palla mínum. Göngugatan var nefnilega PAKKFULL af fólki. Ekki fullu fólki samt. Hann var ekki alveg að fíla verslunarleiðangur með svona mörgu fólki. Auðvitað vill hann bara vera aleinn með mér! En við náðum að fara í þær tvær búðir sem við þurftum í án þess að hann missti algerlega geðheilsuna. Og ekki var hægt að sjá á honum að geðheilsan væri nokkuð tæp! Ég hefði hinsvegar getað verið þarna í amk. 4 klukkutíma í viðbót!
Í gærkveldi borðuðum við lambahrygg í boði Þórunnar, sem borðaði auðvitað með okkur og svo fengum við Garðar í heimsókn og stuttu seinna Hafdísi og Leif.
Já, bara hin fínasta helgi.
Helga
- Jólakortin hafa verið send
- Síðasti jólapakkinn hefur verið sendur
- ég er orðin húkkt á Journeyman
- Survivor er búið
- Dexter er búinn
- allir aðrir þættir komnir í frí
- Ég fer ekki í frí fyrr en á föstudaginn.
Eftir kaffihúsið var farið út úr mollinu í C&A og svo á göngugötuna og þá fór nú að síga á þolinmæðina hjá honum Palla mínum. Göngugatan var nefnilega PAKKFULL af fólki. Ekki fullu fólki samt. Hann var ekki alveg að fíla verslunarleiðangur með svona mörgu fólki. Auðvitað vill hann bara vera aleinn með mér! En við náðum að fara í þær tvær búðir sem við þurftum í án þess að hann missti algerlega geðheilsuna. Og ekki var hægt að sjá á honum að geðheilsan væri nokkuð tæp! Ég hefði hinsvegar getað verið þarna í amk. 4 klukkutíma í viðbót!
Í gærkveldi borðuðum við lambahrygg í boði Þórunnar, sem borðaði auðvitað með okkur og svo fengum við Garðar í heimsókn og stuttu seinna Hafdísi og Leif.
Já, bara hin fínasta helgi.
Helga
<< Home