Og það snjóaði loksins...
Í gær fórum við Helga og Hinrik á rúntinn um Als. Við keyrðum upp í Nordborg og þaðan aðeins lengra, þangað sem sumarbústaður Prjónó og Dónó klúbba stendur, en Prjónó og Dónó eru að koma í hingað til Danmerkur vegna ársfunda félaganna. En á þessum tíma snjóaði, reyndar ekki þarna uppfrá heldur hér í Sønderborg. Svo hressilega að það festi á bílum. En nú er allur snjór horfinn.
Hér má sjá myndir af bústaðnum sem við verðum í. Við bústaðinn er sundlaug og alles, það sést í hana þarna í rauða kassanum. Svaka flott.
Þakið á bústaðnum er reyndar ekkert sérstaklega þétt. Við skulum bara vona að það rigni ekki mikið.
Við Helga hlökkum mikið til að sjá félaga okkar í Prjónó og Dónó.
Viðbót (bætt inn 4. feb)
Ég varð að setja inn myndir frá árunum 1999 til ca 2002. Efsti hlekkurinn til hægri á síðunni.
Kveðja
Palli.
<< Home